Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 9 Jón Jónsson: Hnyðlingar í íslenzku bergi Inngangur. Ekki er óalgengt, að í hraunum og öðru gosbergi megi sjá rnola úr efni, sem er nokkuð öðru vísi en bergið sjálft. Stundum er munur á útliti bergs og mola svo lítill, að menn taka ekki eftir molanum, nema bergið sé skoðað rækilega. Hins vegar vill það til, að molar þessir stinga svo mjög í stúf við bergið umhverfis þá, að þeir hljóta að vekja athygli. Allmikið hefur verið ritað um erlendar myndanir af þessu tagi, einkum þó um mola af ólivíni eða af ólivínauðugu bergi, bæði í gömlu og ungu bergi víðs vegar um heim, m. a. í hraunum á Hawaii. Hér á landi hefur hins vegar lítið verið um þær ritað, og ekki er mér kunnugt, að þess konar mola sé getið nema frá eftirtöldum stöðum: Kröflu (Krablit), Grænavatni við Krýsuvík (Þórarinsson 1953, Tryggvason 1957), Heklu 1947, Seyðishólum í Grímsnesi og Dyngjufjöllum (Þórarinsson 1953). Á ofantöldum stöðum munu molarnir eingöngu hafa fundizt í hraunkúlum (bombum), gjalli, ösku eða vikri. Er því án efa urn að ræða mola úr eldra bergi (xenolita), sem borizt hafa upp á yfirborð jarðar við sprengingar í gígnum. Hér verður hins vegar aðallega fjallað um mola, sem fundizt hafa í hraunum, gömlum eða ungum. Ekki eru menn alveg á eitt sáttir, þegar um er að ræða uppruna slíkra myndana. Sérstaklega greinir á um uppruna ólivínmolanna, enda getur þar verið um fleiri en einn möguleika að ræða, fræði- lega séð, og verður nánar vikið að því síðar. Af þessum sökum hef ég hér valið að nota orðið hnyðlingur (hnyðlingar) um þess konar rnola yfirleitt, og er þá ekki tekin af- staða til þeirrar spurningar, á Iivern hátt þeir kunna að vera til orðnir, hvort heldur myndaðir í hrauninu sjálfu eða eru molar úr eldra bergi. Orðið er samstofna við hið erlenda orð, sem notað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.