Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 33 vegghæð um 15 faðmar, en innanmál 11 faðmar.) Þyrfti að varð- veita þessa fjárborg eða hlað, eins og flestir þar vestra kalla hana. í Tungudal, spölkorn innan við ísafjarðarkaupstað, er mjög gróskulegt um að litast í hlíðinni, einkum innan skógræktargirð- ingarinnar. Þar í skóglendinu eru stórir blettir gulflekkóttir af stórvöxnum undafíflum, allt að metraháum, eða vel það. Sumir fjölblaða og hinir tígulegustu. Þarna vaxa og margar burknateg- undir og mikið af dúnhulstrastör og ígulstör. Mýrafinnungsblettir eru sums staðar flikróttir af smjörgrasi. í brekkum og giljum í sumarbústaðahverfinu í Tungudal hafa engjamunablóm (Myosotis palustris) og freyjubrá (Chrysanthemum leucanthemum) breiðst mjög út. í sjálfum ísafjarðarkaupstað sá ég 22 tegundir slæðinga, þar á meðal skógarflækju (Rorippa silvestris), skógarkerfil (An- thriscus silvestris), gulbrá, krossfífil, vafsúru og bókhveiti. Þórunn Ellertsdóttir sýndi mér einkennilega baldursbrá, 70 cm háa með alveg flatan, tæplega 7 cm breiðan stöngul. Körfur margar og mis- stórar, flestar flatar. Margt er undarlegt í náttúrunnar ríki. Norðan af Húsavík var mér sendur prestafífill (Chrysanthemum) harla ein- kennilegur. Uxu smákörfur á stönglum upp úr aðalkörfunni. Svip- að fyrirbrigði hef ég séð á fagurfífli (Bellis) í Reykjavík. Sigurður Pétursson: Suðurskautslandið - Antarktíka Antarktíka, eða Suðurskautslandið, eins og við nefnum það venju- lega, er sjötta álfan á yfirborði jarðar. Stærð þessarar heimsálfu er rúmlega li/£-föld á við Ástralíu, og þekur hún meginhluta svæðis- ins umhverfis suðurskautið og norður að 70. breiddarbaugi. Suður- skautslandið er nær allt þakið jökli, svo þykkum, að þungi hans þrýstir berggrunninum víða niður fyrir sjávarmál. Þrátt fyrir það er þetta hálendasta heimsálfan; meðalhæð yfir sjávarmál er meiri en nokkurrar annarar. Hæsti tindurinn (íslaus) er 5140 m. íshellan

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.