Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Aldursbil 5 ár, 0-4, 5-9,... Aldursbil 5 ár, 0-4, 5-9,... Aldursbil 5 ár, 0-4, 5-9,... 4. mynd. Dreifing 569 aldurs- greindra einstaklinga í Álftanes- hreppi, 427 í Bæjarhreppi og 673 aldursgreindra einstaklinga í Stokkseyrarhreppi árið 1703. - Age distributions for three communes from the 1703 population census. The age distribution of: 569 age- specified in Álftanes, 427 age- specified in Bæjarhreppur and 673 age-specified in Stokkseyrar- hreppur. ekki er marktækur munur á dreif- ingu eftir kynjum í hverjum þessara hreppa, en notuð eru 10 ára aldurs- bil við samanburð (Álftaneshr. x = 6.6, d.f. = 9, p = 0,67, Bæjarhr. /2 = 2.7, d.f. = 8, p = 0,95, Seltjarnarneshr. X2 = 8,9, d.f. = 7, p = 0,26, Stokkseyr- arhr. x2 = 12,8, d.f. = 8, p = 0,11). Hlutfall karla á móti konum er 1:1 í Álftanes- og Seltjarnarneshreppi en 1:1,3 í Stokkseyrarhreppi (x2 = 11,5, d.f. = 1, p < 0,001) og 1:1,4 í Bæjar- hreppi (x2 = 12,1, d.f. = 1, p < 0,001). Þekkt er úr síðari manntölum, t.d. 1769, að konur voru fleiri en karlar.13 Á 3. og 4. mynd sést að nokkur „misfella" er í aldursdreifingu íbúa Álftaneshrepps við 45 ára aldur. Sambærilega misfellu má t.d. sjá í aldursdreifingu Mosfellshrepps, en hún er ekki sýnd hér. Slík misfella fæst m.a. þegar fækkun verður vegna farsóttar og fjölgun fæðinga næstu árin. Um fjórum árum síðar, eða 1707, eru þessir íbúar um fimm- tugt og eldri. Eins og síðar verður sýnt var dánarhlutfall í Stórubólu í þessum aldurshópi í Álftaneshreppi lægra en hjá þeim yngri. Einnig er misfella í aldursdreif- ingu íbúa Stokkseyrarhrepps við tæplega 30 ára aldur (34 ára aldur árið 1707) þar sem allnokkur munur er á fjölda í aldurshópum kringum þessi mörk (4. mynd). Ekki þarf að vera nein ein skýring á þessu. Árið 1703 eru um 18-19% íbúa í Álftanes- og Seltjarnarneshreppi 45 ára og eldri. I Stokkseyrarhreppi er þetta hlutfall 28% og 26% í Bæjar- hreppi. Vafalaust eru fleiri en ein skýring á þessum ólíku hlutföllum. Þetta misræmi getur skýrst að hluta ef fækkun hefur orðið í árgöngum undir 45 ára í Flóanum vegna bólu- sóttar þar 1672 og 45 ára og eldri hafa sloppið að mestu við þá sótt vegna ónæmis eftir bólusóttina sem gekk á tímabilinu 1655-16587 Þetta verður kannað frekar með tilgátu um að íbúar 35 ára og eldri í Stokkseyrar- og Bæjarhreppi árið 1707 hafi verið með ónæmi vegna fyrri bólusóttar þar árið 1672. Út frá þessu er reiknaður sá dánarfjöldi sem hefði mátt vænta í Stokkseyrar- og Bæjarhreppi í Stórubólu (4. tafla). DÁNARTÖLUR ÚR BÓLUSÓTTINNI 1707 í Setbergsannál er skrá yfir 175 sem létust í Álftaneshreppi. Jóni Steffen- sen telst til að þeir séu 174. Hann gerir grein fyrir tveimur einstakling- um sem hann sleppir í útreikningum og reiknar út frá 172 sem létustd Miðað verður við pá dánartölu í útreikn- ingum. I Setbergsannál er einnig gefin hærri heildartala látinna, eða 195. Ekki er útilokað að í hærri töl- unni séu þeir sem létust í Viðey, en eyjunni var stjómað frá Bessastöðum í Álftaneshreppi!6 Upplýsingar um íbúa í Viðey vantar í manntalið 1703 en þar var þá sjúkraathvarf fyrir 12 ómaga!6 Jón Steffensen telur að það kunni að skýra mun á dánartölum að í dánartal Setbergsannáls vanti þá sem dóu á sjö býlum í Álftanes- hreppi.2-0 Þótt yfirleitt sé í dánarskránni ekki getið um aldur né nöfn bama sem dóu má samt meta dánarfjölda eftir aldurshópum með hliðsjón af mann- talinu 1703. Jón Steffensen hefur flokkað 158 dána eftir aldri og 124 eftir kyni í Álftaneshreppi en hann notar tíu ára aldursbil en 20 ára bil fyrir þá yngstu. Fjórtán fullorðnir, 20 ára og eldri, hafa ekki verið staðsett- ir nánar í aldurshóp. Notast verður við þessa flokkun í útreikningum. Heildardánartölur eru til fyrir um 60 hreppa.2 Þær er ekki hægt að flokka eftir aldri eða kyni nema í Álftaneshreppi. Dæmi um dánar- tölur úr Setbergs- og Sjávarborgar- annálum eru sýnd í 1. töflu.6-17 Hvað skýrir breytileika dánarhlut- falls eftir hreppum? Vitað er að mis- munandi aldursdreifing eftir hrepp- um hefur áhrif þar sem t.d. lægra dánarhlutfall var hjá einstaklingum undir 20 ára aldri í Álftaneshreppi. Eins og síðar kemur fram dugar sú skýring ekki. Ekki eru nægar vísbendingar um ólíkt dánarhlutfall d Jón Steffensen sleppir tveimur: andvana fæddu bami og útlendingi, syni Páls Beyers landfógeta.2 Hafi útlendingurinn verið smitandi eins og aðrir ætti hann að teljast með. e Ef þessi sjö býli (af 42), 16,7%, í Álftaneshr. 1707 hafa sloppið við smit og ef sama hlutfall býla hefur sloppið 50 árum áður má ætla að um 16% 50 ára og eldri séu næmir 1707. Hafi flestir þessara næmu smitast 1707 hefur dánarhlutfall þeirra verið um 40% (case fatality-rate), sbr. 2. töflu, og þá er heildardánarhlutfall 6,7% (0,167*0,4) í hópi 50 ára og eldri í Álftaneshr. Þetta er nánast sama hlutfall og dó, í hópi 50 ára og eldri, úr Stórubólu samkvæmt talningu í Álftaneshreppi, sjá síðar. Sambæri- lega skýringu má nota á dánarhlutfall meðal „ónæmra" í Flóanum. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.