Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 10
Náttúrufræðingurinn tveimur hreppum í Flóanum. Byggt er á samanburði á reiknuðum fjölda látinna og dánartölum uppgefnum í annálum. Lægra dánarhlutfall í hreppunum tveimur í Flóanum má skýra með því að gera ráð fyrir að bólusótt hafi borist þangað 1672, sem ekki barst í hreppana við Faxaflóa. Fyrir hrepp- ana í Flóanum eru því notaðar sömu dánarlíkur eftir aldri og í Alftanes- hreppi, nema hvað miðað er við „ónæmi" frá 35 ára aldri í stað 50 ára aldurs eins og á við í Alftaneshreppi. Einnig er miðað við lægra dánarhlut- fall fyrir 35 ára og eldri, eða 5%, en í Álftaneshreppi var dánarhlutfallið 6,6% í hópi „ónæmra". Þannig fást dánarlíkur m.t.t. ætlaðs ónæmis í hreppunum í Flóanum og fjöldi lát- inna reiknaður samkvæmt því. Með sömu aðferð og áður er sýnt að ald- ursbundið dánarhlutfall í Flóahrepp- unum tveimur geti verið sambæri- legt og jafnframt ólíkt hreppunum við Faxaflóa. Reiknaður fjöldi látinna fyrir hreppana í Flóanum er nálægt dánartölum gefnum í annálum. Með þessum útreikningum og tengingu talnaupplýsinga úr ólíkum áttum fæst samanburður á hreppum. Skýra má mun á dánar- hlutfalli í hreppum í Flóanum sam- anborið við hreppa við Faxaflóa með því að bólusótt hafi borist um 1672 til Flóahreppanna en ekki til Faxaflóahreppa. SUMMARY Mortality reported in annals for the nationwide smallpox epidemic 1707-1709 in Iceland is considered for four communes; two neighbour- ing communes at the bay of Faxaflói and two neighbouring communes at the south coast, an area called Flóinn. All four communes are at the seaside. Death rates between these communes are different but the difference can be explained by combining information from differ- ent sources. In one of the annals the names of all deceased in the epidemic in the commune of Álftanes is listed. The deceased have been age-specified by the aid of the 1703 population census. Thus the age-specific mortality rate for that commune is estimated. By this age-specific mortality rate and with the aid of the 1703 census, expected number of deaths for the three other com- munes is then calculated. It is concluded that the age-specific mortality rate could be identical in the two communes at Faxaflói. Also it is concluded that the age-specific mortality rate in the two other com- munes is different from the two at Faxaflói. The lower death rate in Fló- inn can be explained by an alleged limited smallpox epidemic there 35 years earlier, i.e. in 1672. Accord- ingly, death rate for age 35 and over is set to 5% by similarity with death rate for "immune" age group (50 and over, due to nationwide epidemic 1655-1658) in the commune of Álfta- nes. For the younger age groups in Flóinn, the same age-specific death rate as for Álftanes is used. Now the expected number of deaths calcu- lated for Flóinn is close to given mortality for the two communes there. Combining information from different sources, the 1703 popula- tion census and reports of mortality in annals, one can compare com- munes with different mortality rate in the smallpox epidemic 1707 to 1709. It is concluded that different death rates between communes can be explained by difference in dis- ease-induced immunity. Eftirmáli Eftir frágang greinarinnar kom í ljós að varðveitt er skjal í Þjóðskjalasafni með nöfnum og aldri þeirra sem létust í Stórubólu í Sauðanessókn á Langanesi í Þingeyjarsýslu (Norður- sýslu) (6. tafla og 5. mynd).20 Sauða- nessókn náði yfir Sauðaneshrepp og norðurhluta Skeggjastaðahrepps.7 I dánartalinu má sjá nöfn manna úr báðum þessum hreppum í manntal- inu 1703. Á þeim býlum sem eru í Skeggja- staðahreppi og tilheyra Sauðanes- sókn eru samtals 46 íbúar sam- kvæmt manntalinu 1703. Heildar- fjöldi í sókninni árið 1703 er því 153, þar af 4 flakkarar (utansveitarhús- gangsmenn) samkvæmt frum- heimild.21-1 Mér er ekki kunnugt um að dánarskrá þessi hafi verið nýtt áður til útreikninga né að Jón Steffensen hafi vitað af skjalinu. I því kemur fram að á tímabilinu 19. ágúst til 11. desember árið 1708 dóu alls 25 manns, eða um 16,3% manna í Sauðanessókn ef miðað er við fjölda þar árið 1703. Dánarfjöldi og dánarhlutfall eftir aldri í Sauðanes- sókn kemur fram í 7. töflu. Samkvæmt Þingmúlaannál gekk bóla í Austfirðingafjórðungi 1672. Hafi bólan náð Langanesinu á sama ári hafa þeir sem lifðu þá bólu verið 36 ára og eldri árið 1708. Af 36 ára og eldri dóu 2 (af 59), eða um 3% (95% öryggisbil 0-12%), og er það svipað og 5 prósenta dánarhlutfall sem áætlað var í aldurshópi 35 ára og eldri í Flóanum (4. tafla). Dánarhlut- föll í yngri aldurshópunum eru ekki marktækt frábrugðin dánarhlutföll- um í sömu aldurshópum í Álftanes- hreppi sem gefin eru í 2. töflu. Þetta dánartal fyrir Sauðanessókn styður enn frekar það álit að gert hafi verið allsherjardánartal fyrir landið vegna Stórubólu."' Ætla má að mikill fjöldi dauðsfalla í bólunni hafi haft áhrif á gerð jarðatalsins sem Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að á sama tíma og ból- an gekk og því hafi verið ástæða til að skrá öll dauðsföll í Stórubólu. 1 í skráningu manntalsins frá 1703, sem aðgengileg er í gegnum heima- tilgreindir í öðrum hreppum í Þingeyjarsýslu. Þessi skráning er ekki í síðu ÞÍ, eru allir flakkarar, eða 34, í Þingeyjarsýslu skráðir undir Sauða- samræmi við frumheimild.21 Upplýsingar miðast við nóvember 2006. neshreppi en það er 25% af heildarfjölda þar. Flakkarar eru ekki 10

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.