Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn 5. mynd. Hvolfin tvö sem komu í Ijós þegar sprengt var fyrir vegarstæöinu viö Rauöa- berg í Hvalsárhöfða. - The cave which appeared after the explosions to make roomfor the road at Hvalsárhöfdi. Ljósm./photo: Jón Hallur Jóhannsson. Þegar bergið var sprengt og hreinsað frá Rauðabergi komu í ljós ójöfnur í neðra borði neðsta hraun- lagsins um 2 m ofan vegar (5. mynd). Ójöfnurnar eru á um 20 m kafla og mynda tvö ílöng hvolf, 6-7 m að lengd hvort. Þau gætu upp- haflega hafa tengst saman framan við haft sem aðskilur þau og er gert úr þéttara bergi. Bergið í innra byrði hvolfanna er mjög blöðrótt, svo að minnir á gjall, en er þó of þungt í sér til að teljast gjall. Syðra hvolfið er nokkuð lábarið og velktir steinar undir því (6. mynd). Ytra hvolfið er hins vegar hvorki veðrað né rofið af sjó. Undir því liggur skriða af blöðróttu, rauðlituðu bergi úr lofti hvolfsins sem líklega hefur hrunið úr því við sprengingarnar (7. mynd). Molar úr berginu voru skoðaðir í víðsjá og var hvorki ummyndun né veðrun að sjá í því, heldur er það tiltölulega ferskt í brotsári miðað við að tilheyra tertí- era jarðlagastaflanum. Hvolfin tvö gætu hafa myndað samhangandi, sveigðan helli með þrengingu þar sem haftið er milli þeirra, sjá 5. mynd. Hellisopið gæti hafa verið þar sem syðra hvolfið er, en um 20 m innar (norðar) í hellinn náði ald- an ekki, sem sést á því að þar er enn ferskur gjallkargi í lofti hellisins. Líklega hafa verið ákjósanleg skil- yrði til varðveislu lífrænna leifa þarna í þurru og köldu holrýminu. Nokkru norðar, sunnan í Grindar- nefi, sjást ummerkin um hærri sjáv- arstöðu enn greinilegar, en þar komu í ljós lábarðir steinar og möl utan í berginu allt upp í um 8 m hæð yfir sjó (2. mynd, maður stend- ur í lábarða grjótinu). Þessi um- merki voru áður hulin af skriðu sem hreinsuð var frá í tengslum við vegagerðina fyrir Hvalsárhöfða. Skriðan var gerð úr frostsprengdu grjóti sem hrunið hefur úr hinu forna brimklifi eftir að land reis og fjörumörk færðust utar og neðar. Lábörðu steinarnir hafa varðveist vegna þess að þeir tróðust inn und- ir brimklifið í kverkina við brim- stallinn sem leifar sjást af neðarlega á 2. mynd. Ofan á skriðunni í ytra hvolfinu (til hægri á 5. mynd) lágu tvær hauskúpur af refum ásamt beina- brotum úr fuglum og fiskum. Þegar rótað var lítillega ofan af 6. mynd. Sæbarin möl hefur náö að troðast inn ígöngin að sunnanverðu þegar þau lágu við sjávarmál. Stikan á myndinni er 20 cm löng. - Sea-polished gravel that had been pushed into the tunnel at their southern end when the tunnel mouth was at sea level. Ljósm./photo: Jón Hallur Jóhannsson. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.