Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 24
Náttúrufræðingurinn
bundnir grunnvatni firtnast einstak-
lingar sömu tegimdar beggja vegna
Atlantshafs og Kyrrahafs og á stök-
um eyjum í Karíbahafinu, sem og í
Atlantshafi.12 Ekki hafa fundist dæmi
um að þessar tegundir hafi náð að
flytjast milli eyja. Þær hafa ekki svif-
lægar lirfur, geta ekki flust með
rekaviði eða jurtaleifum og lifa ekki
af flutning með mönnum eða dýr-
um. Því er jafnvel talið að þær hafi
flust milli svæða við jarðplötuhreyf-
ingar og séu merki um mjög gamla
stofna, sem lítið hafi breyst.12-13 Nú
velta vísindamenn vöngum yfir
hvers vegna þessir „gömlu" stofnar
finnist á ungum eyjum, svo sem á
Kanaríeyjum, Havaí og Galapagos-
eyjum. Stock hefur sett fram þá til-
gátu að forverar grunnvatnsmarflóa
í fersku vatni hafi getað lifað á allt að
200 m dýpi á landgrunni þessara
eyja áður en þær náðu upp á yfir-
borðið.11 Ekki hafa þó ennþá verið
lögð fram fullnægjandi gögn til að
sannreyna þessa tilgátu.
Grunnvatnsmarflær sýna oft greini-
lega aðlögun að því búsvæði sem þær
lifa í, bæði lífeðlisfræðilega og útlits-
lega. Marflær í grunnvatni geta betur
nýtt sér orkubirgðir líkamans og eru
betur aðlagaðar að svelti en skyldar
tegundir í ferskvatni ofanjarðar,14 en
grunnvatn er oft snautt af næringu og
súrefni. Líkami grunnvatnsmarflóa er
oft mjór (ormlaga), augu lítil eða horf-
in, líkami litlaus; ákveðnir útlimir hafa
lengst, svo sem fálmarar og fætur, og
ný skynfæri hafa þróast („pereopodal"
skynfæri); einnig greinist oft fækkun
útlima sem og smækkun útlima sem
beitt er við sund.911 Meðal margra
grunnvatnsmarflóa er einnig greinileg
aðlögun í lífssögu; kynþroska hefur
seinkað, einstaklingar verða langlífari,
hrygna fáum en stórum eggjum og
hafa skekkt kynjahlutfall kvendýrum í
hag.9,16
'
3. mynd. Fundarstaðir marflónna eru í uppsprettum. A - Vatnsvik í Þingvallavatni þar sem marflærnar fundust fyrst. Marflærnar
veiðast í uppsprettum úr botni og itndan helluhrauni t bökkum. B - Uppspretta þar sem vatn kemur upp ígegnum botnsand. C - Upp-
sprettur við Lækjarbotna í Holta- og Landssveit. D - Uppsprettuauga þar sem marflær veiddust við Lækjarbotna. - The amphipods have
beenfound in springs. A - Vatnsvik in Thingvallavatn where the amphipods were first found. The amphipods arefound in springs that
come up in the bottom andfrom under the banks. B - A spring comes up through the gravel. C - Springs by Lækjarbotnar in Holt and
Landssveit. D - A spring opening by Lækjarbotnar. Ljósm./photos: Bjarni K. Kristjánsson.
24