Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Útbreiðsla grunnvatnsmarflóa á íslandi Crymostygius thingvallensis er sýnd með stjörnum en Crangonyx islandicus með þrthyrningum. Kortið sýnir einnig hraun sem runnið hafa á nútíma, lituð rauðbrún. - Known distribution of groundwater amphipods in Iceland (stars: Crymostygius thingvallensis; triangles: Crangonyx islandicus). Lavafields created since the last glaci- ation (110,000 years; dark brown) are shown. Útbrjeiðsla grunnvatns- MARfLÓAÁ ÍSLANDI Árið 2004 veitti Rannís styrk til þess að kanna útbreiðslu marflóa á Islandi og hófst þá skipulögð leit að þeim, en því verkefni lauk árið 2006. Ekki er þó hægt að segja að leit að grunnvatnslífverum verði nokkum tíma tæmandi. í verkefninu var lögð áhersla á að leita að marflóm á eld- virkum svæðum landsins. Ástæða þess var tvíþætt; annars vegar eru uppsprettur (3. mynd) hvað al- gengastar innan þess svæðis, hins vegar tengdist sýnatakan rannsókn- um á dvergbleikju, en þær finnast einnig í uppsprettum á eldvirkum svæðum. Marflær hafa mjög víða fundist við rafveiðar, en einnig hafa þær á nokkrum stöðum eingöngu fundist í mögum dvergbleikju. Marflóin Crymostygius thingvall- ensis hefur fundist á tveimur stöð- um á landinu (4. mynd). Einstak- lingar sem notaðir voru við lýsingu tegundarinnar fundust í Þingvalla- vatni1 og nýlega fannst einn einstak- lingur í maga dvergbleikju úr Herðubreiðarlindum.17 Crangonyx islandicus hefur á hinn bóginn fund- ist rnjög víða innan eldvirka svæðis- ins (4. mynd), oft í þónokkrum mæli. í öllum tilvikum hefur hún fundist í lindum eða í mögum bleikju úr lindum sem koma undan hrauni (1. tafla). Eina undantekn- ingin á því eru marflær sem fundust í mögum bleikju sem veiddist í uppsprettum í Jökulsárgljúfrum, neðan Hafragilsfoss.17 Áhugavert er að þær grunnvatnsmarflær sem veiðst hafa eru langflestar ókyn- þroska kvendýr.3,4 25

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.