Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags angrast frá sjávarmarflóm.91012 Þessi tilgáta hefur áður verið notuð til að útskýra uppruna grunnvatnsmar- flóategunda, en við teljum hana ekki mjög líklega til að útskýra upp- runa íslensku tegundanna. Annars vegar er það vegna þess hve ættin (þ.e. Crangonyctidae) er útbreidd. Einnig hafa tegundir af þessari yfir- ætt ekki heldur fundist í sjó. Það er ekki gott að segja til um uppruna C. thingvallensis þar sem hún er eina þekkta tegund sinnar ættar. Erfða- fræðirannsóknir á íslensku grunn- vatnsmarflónum og samanburður við aðrar tegundir marflóa geta þó nýst okkur við að kanna þessa til- gátu til hlítar. HVAÐAN KOMU MARFLÆRNAR UPPHAFLEGA? Fundur þessara grunnvatnsmarflóa bendir sterklega til þess að grunn- vatn á íslandi hafi á einlwerjum tíma verið í tengslum við grunnvatnsæð- ar meginlanda. Þartnig hafi Island (eða forveri þess) verið tengt eða leg- ið upp við meginlönd. Aður hafa menn nefnt landbrú sem hugsanlega forsendu þess að ákveðnar tegundir hafi lifað á íslandi.26 Jarðfræðisaga Islands er talin hafa mótast af flekahreyfingum og breytingum á stöðu heita reitsins undir landinu. Saga heita reitsins, breytingar á staðsetningu hans og eldvirknin sem fylgir honum getur hugsanlega einnig skýrt tilvist mar- flónna. Feril heita reitsins sem er nú undir Islandi má rekja aftur um a.m.k. 60 milljón ár.27-28 Fyrir 56-58 milljón árum var heiti reiturinn undir miðju Grænlandi en við aust- urströnd Grænlands fyrir um 40 milljón árum. Vegna flekahreyfinga færðist Grænland í vestur og þannig færðist heiti reiturinn inn í Norður-Atlantshaf og nálgaðist flekaskilin á Atlantshafshryggnum fyrir um 20 milljón árum.27 Meðan á þessu ferðalagi stóð myndaði heiti reiturinn Íslands-Grænlandshrygg- inn í röð eldgosa. Ekki er ólíklegt að forveri íslands hafi þannig verið hluti Grænlands fyrir um 40 milljón árum og forverinn hafi ætíð, vegna eldvirkninnar, verið að hluta ofan- sjávar á leið sinni að þeim stað þar sem landið liggur nú. Forverinn hefur þannig alltaf haldið grunn- vatni þar sem marflærnar gætu hafa þrifist. Stuðning við þessa tilgátu er ekki unnt að fá út frá aldri íslensks bergs, en elsta aldursgreinda berg á Is- landi er um 16 milljón ára gamalt. Þó hefur því verið haldið fram að leifar úthafsskorpu, um 30 milljón ára gamallar, megi finna undir miðju landinu og sé hún hulin yngri berglögum.29 Ljóst er þó að mikil þörf er fyrir auknar jarð- og jarðeðl- isfræðilegar rartnsóknir til þess að skera úr um þetta. LOKAORÐ í þessu yfirliti höfum við sagt frá fundi, útbreiðslu og tilgátum um uppruna grunnvatnsmarflóa á Is- landi. Rannsóknir á þeim eru þó á fyrstu stigum og enn vantar marg- víslegar upplýsingar um þennan sérstæða hóp í lífríki Islands. Einnig er óljóst hvort fleiri tegundir og dýrahópar kunni að hafast við í grunnvatni á Islandi. Við höfum þannig ráðgert næstu skref í rann- sóknum okkar á grunnvatnsmar- flónum, en þau eru tvíþætt. Saman- burður á erfðaefni íslenskra grunn- vatnsmarflóa og annarra tegunda marflóa, jafnt erlendis og milli stofna (fundarstaða) innan íslensku tegundanna, getur varpað ljósi á uppruna þeirra. Einnig stefnum við að því að rannsaka grunnþætti í vistfræði tegundanna, svo sem fæðu, kynþroska og eggjafjölda. Það er von okkar að með rannsókn- unum fáum við meiri innsýn í líf þessara áhugaverðu dýra, sem auð- veldi okkur að meta mikilvægi þeirra og verndargildi. SUMMARY Two new species of subterranean amphipods (Crustacea) have recently been discovered in Iceland. One of the species belongs to a new family of amphipods. These findings support a hypothesis that there were subglacial refugia in Iceland during the Quaternary period. Iceland was covered by glaciers between about 2.6 M years B.P. to about ten thousand years B.P. It is an isolated island on top of the mid-Atlantic Ridge in the N-Atlantic Ocean, far from the North American and European continents. The presence of subterranean amphipods, belonging to an old group with its pres- ent distribution mainly in North America and the Eurasian continent, indicates past contact of subterranean freshwaters of Iceland and the North Atlantic conti- nent. The amphipods currently found in Iceland may have been present in Greenland 40 M years ago, when the pre- cursor of Iceland drifted together with the hot spot (Iceland plume) from Greenland. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.