Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 32
Náttúrufræðingurinn
Niðurstöður
Stofnstærð teistu
Heildarstofnstærð í teistuvörpun-
um var á bilinu 135-195 varpholur í
ábúð. Allnokkur munur var á
stærðarbreytingu einstakra varpa.
Þannig var varp í Skeljavík, Húsa-
vík og Heydalsá tiltölulega stöðugt
á meðan það minnkaði í Kollafjarð-
arnesi og Broddanesi en varp við
Kirkjuból jókst.
Heimsóknir minka í einstök vörp
Vart varð við minka öll rannsóknar-
árin en mismikið. Mestur var
ágangurinn árið 2002 en þá fundust
ummerki um mink í öllum sex
vörpunun en þrjú ár, 1996, 2003 og
2004 aðeins í einu varpi. I 1. töflu
eru sýndar heimsóknir minka í ein-
stök vörp og áhrif þeirra, en þau
fóru m.a. eftir því á hvaða tíma
ágangurinn átti sér stað.
Afkoma varpanna
Fyrst verður fjallað um frjósemi
teistunnar og síðan hvernig til tókst
að klekja eggjum og koma ungum á
legg-
Fjöldi eggja (urpt)
Teistur urpu oftast tveim eggjum,
sjaldan einu eða þrem. Meðalstærð
urptar var 1,87 (s = 0,351, n = 1297).
Þar sem þrjú egg voru í hreiðri (n =
8) er líklegt að í a.m.k. sumum til-
fellum hafi fleiri en einn varpfugl
verið að verki." Marktækur munur
reyndist vera á stærð urptar eftir
árum (F9,i287 = 2,109, p = 0,026).
Urptin minnkaði frá 1996 til 2000,
hélst lítil í þrjú ár en stækkaði upp
úr því til 2005 og var meðalurpt þá
stærri en á upphafsárinu 1996 (4.
mynd a). Ekki var marktækur
munur á stærð urptar milli varpa
(F54291 = 1,708, p = 0,129) (4. mynd
b). Marktækt færri egg voru að jafn-
aði í hreiðri ef minkur heimsótti
varp (F54295 = 9,468, p = 0,002) (4.
mynd c). Niðurstöður fjölþátta að-
hvarfsgreiningar sýndu að heim-
sóknir minka skýrðu mestan breyti-
leikann en árin skiptu einnig máli.
Samkvæmt þessu hafa bæði árið og
heimsóknir minka áhrif á urptar-
stærð. Skerðing urptar nam um 3%
eftir því hvort minkur heimsótti
varp samanborið við vörp þar sem
hans varð ekki vart.
Klakárangur
Meðalfjöldi klakinna unga var 1,44
(s = 0,792, n = 1263, spönn 0-3).
Marktækur munur var eftir árum á
meðalfjölda klakinna unga (F94253 =
20,50, p < 0,001) og endurspeglar
hann að einhverju leyti það sem
áður var komið fram um urptar-
stærð (4. mynd d). Einnig var mjög
marktækur munur milli varpa
(F54257 = 12,66, p < 0,001). Eitt varp,
Broddanes, skar sig úr hvað lélegan
klakárangur snertir (4. mynd e).
Áhrif minks á klakárangur voru
mikil og mjög marktæk (F14269 =
120,38, p < 0,001) (4. mynd f). Fjöl-
þátta aðhvarfsgreining hélt eftir
einni skýribreytu, nefnilega heim-
sóknum minka. Hvorki staður né
árferði virtist skipta máli hvað varð-
aði meðalfjölda klakinna unga og
skerðingin nam um 30%.
Varpárangur
Meðalfjöldi fleygra unga miðað við
orpin egg var 1,15 (s = 0,893, n =
1274, spönn 0-2) og marktækur
munur var einnig eftir árum (F94264
= 25,00, p = 0,00) (4. mynd g). Þá var
marktækur munur milli varpa
(F54268 = 10,24, p < 0,001) og
Broddanes kom aftur verst út (4.
mynd h). Ahrif minks voru miklu
meiri á meðalfjölda unga sem náði
að yfirgefa holu en bæði á stærð
urptar og fjölda klakinna unga
(F14272 = 380,82, p < 0,001) (4. mynd
i)-
Fjölþátta aðhvarfsgreining leiddi í
ljós að afrán minks skýrði mestan
breytileikann en auk þess hafði
staður og ár marktæk áhrif alls stað-
ar nema við Heydalsá. Áhrif minks
voru þó yfirgnæfandi miðað við
hina þættina. Um 60% færri ungar
náðu að komast á sjó í vörpum sem
urðu fyrir afráni minks en í vörpum
þar sem minks varð ekki vart.
32