Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 32
Náttúrufræðingurinn Niðurstöður Stofnstærð teistu Heildarstofnstærð í teistuvörpun- um var á bilinu 135-195 varpholur í ábúð. Allnokkur munur var á stærðarbreytingu einstakra varpa. Þannig var varp í Skeljavík, Húsa- vík og Heydalsá tiltölulega stöðugt á meðan það minnkaði í Kollafjarð- arnesi og Broddanesi en varp við Kirkjuból jókst. Heimsóknir minka í einstök vörp Vart varð við minka öll rannsóknar- árin en mismikið. Mestur var ágangurinn árið 2002 en þá fundust ummerki um mink í öllum sex vörpunun en þrjú ár, 1996, 2003 og 2004 aðeins í einu varpi. I 1. töflu eru sýndar heimsóknir minka í ein- stök vörp og áhrif þeirra, en þau fóru m.a. eftir því á hvaða tíma ágangurinn átti sér stað. Afkoma varpanna Fyrst verður fjallað um frjósemi teistunnar og síðan hvernig til tókst að klekja eggjum og koma ungum á legg- Fjöldi eggja (urpt) Teistur urpu oftast tveim eggjum, sjaldan einu eða þrem. Meðalstærð urptar var 1,87 (s = 0,351, n = 1297). Þar sem þrjú egg voru í hreiðri (n = 8) er líklegt að í a.m.k. sumum til- fellum hafi fleiri en einn varpfugl verið að verki." Marktækur munur reyndist vera á stærð urptar eftir árum (F9,i287 = 2,109, p = 0,026). Urptin minnkaði frá 1996 til 2000, hélst lítil í þrjú ár en stækkaði upp úr því til 2005 og var meðalurpt þá stærri en á upphafsárinu 1996 (4. mynd a). Ekki var marktækur munur á stærð urptar milli varpa (F54291 = 1,708, p = 0,129) (4. mynd b). Marktækt færri egg voru að jafn- aði í hreiðri ef minkur heimsótti varp (F54295 = 9,468, p = 0,002) (4. mynd c). Niðurstöður fjölþátta að- hvarfsgreiningar sýndu að heim- sóknir minka skýrðu mestan breyti- leikann en árin skiptu einnig máli. Samkvæmt þessu hafa bæði árið og heimsóknir minka áhrif á urptar- stærð. Skerðing urptar nam um 3% eftir því hvort minkur heimsótti varp samanborið við vörp þar sem hans varð ekki vart. Klakárangur Meðalfjöldi klakinna unga var 1,44 (s = 0,792, n = 1263, spönn 0-3). Marktækur munur var eftir árum á meðalfjölda klakinna unga (F94253 = 20,50, p < 0,001) og endurspeglar hann að einhverju leyti það sem áður var komið fram um urptar- stærð (4. mynd d). Einnig var mjög marktækur munur milli varpa (F54257 = 12,66, p < 0,001). Eitt varp, Broddanes, skar sig úr hvað lélegan klakárangur snertir (4. mynd e). Áhrif minks á klakárangur voru mikil og mjög marktæk (F14269 = 120,38, p < 0,001) (4. mynd f). Fjöl- þátta aðhvarfsgreining hélt eftir einni skýribreytu, nefnilega heim- sóknum minka. Hvorki staður né árferði virtist skipta máli hvað varð- aði meðalfjölda klakinna unga og skerðingin nam um 30%. Varpárangur Meðalfjöldi fleygra unga miðað við orpin egg var 1,15 (s = 0,893, n = 1274, spönn 0-2) og marktækur munur var einnig eftir árum (F94264 = 25,00, p = 0,00) (4. mynd g). Þá var marktækur munur milli varpa (F54268 = 10,24, p < 0,001) og Broddanes kom aftur verst út (4. mynd h). Ahrif minks voru miklu meiri á meðalfjölda unga sem náði að yfirgefa holu en bæði á stærð urptar og fjölda klakinna unga (F14272 = 380,82, p < 0,001) (4. mynd i)- Fjölþátta aðhvarfsgreining leiddi í ljós að afrán minks skýrði mestan breytileikann en auk þess hafði staður og ár marktæk áhrif alls stað- ar nema við Heydalsá. Áhrif minks voru þó yfirgnæfandi miðað við hina þættina. Um 60% færri ungar náðu að komast á sjó í vörpum sem urðu fyrir afráni minks en í vörpum þar sem minks varð ekki vart. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.