Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Leó Kristjánsson ÚRSÖGU ÍSLENSKA SILFURBERGSINS 1. mynd. Silfurberg úr Helgustaðanámu (4,7 cm (h), 6,7 cm (l), 4,6 cm (b), 380 g). - Icelandic spar. Ljósm./photo: Vigfús Birgisson. Ilandi Helgustaða austur við Reyðarfjörð er kunnur fundar- staður glærra kristalla af kalk- spati. Sú steind er eitt kristöllunar- form kolsúrs kalks, þ.e. kalsíum- karbónats CaC03. Hið glæra af- brigði hennar nefnist silfurberg (e. Iceland spar, fr. spath d'Islande, þ. Doppelspath). Ljóseiginleikar krist- allanna frá Helgustöðum vöktu fyrst athygli vísindamanna um skeið á síðari hluta 17. aldar og svo aftur frá um 1780. Frá 1850 til 1925 fór öðru hverju fram skipuleg vinnsla og útflutningur á efninu héðan, mest á árunum 1863-72. Enn síðar var á nokkru árabili úrgangs- silfurberg við námuna mulið til nota utan á hús, en svo féll hún að mestu í gleymsku, sem og vit- neskjan um hlutverk kristallanna. Ein fárra greina sem birtust hér- lendis um silfurbergið, allt frá lok- un námunnar og til aldamótanna 2000, var prentuð í Náttúrufræð- ingnum.1 Höfundur var dr. Sveinn Þórðarson (1913-2007), þá kennari við Menntaskólann á Akureyri. 1 grein hans eru útlistaðir hinir sér- stöku ljóseiginleikar silfurbergsins, sem gerðu það einkum eftirsótt til rannsókna. Þar er hinsvegar ekki vísað í heimildir um þær rannsókn- ir frekar en í öðrum innlendum rit- smíðum sem um málefni þessara kristalla fjölluðu. Frá 1995 hefur verið unnið að samantekt skýrslu2 um silfurbergið, fyrst og fremst hlutverk þess í vís- indarannsóknum og í ýmiskonar tækni byggðri á þeim. Einkum hefur samantektin afmarkast við tímabilið frá 1780 og fram til um 1925 og kemur tvennt til. Annars- vegar er þá nokkuð öruggt að mest- allt það silfurberg sem notað var til vandaðra rannsókna kom frá Is- landi; hinsvegar má þar styðjast í heimildaleitinni við ítarlegar skrár Royal Society of London yfir út- gefnar tímaritsgreinar um náttúru- vísindi. Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 37-48, 2007 37

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.