Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
2. mynd. Sex merkir vísindamenn sem notuðu tæki með prismum úr silfurbergi við rannsóknir m.a. í efnafræði og líffræði. Efri röð frá
vinstri: ]ean Baptiste Biot (1774-1862), Louis Pasteur (1822-1895) og Christian Gottfried Elirenberg (1795-1876). Neðri röð frá
vinstri: Emil Fischer (1852-1919), Otto Lehmann (1855-1922) og Alfred Werner (1866-1919). - Six famous scientists who used
lceland spar crystals in their research.
rænum efnum í vatni eða öðrum
leysiefnum og var snúningurinn á
gefinni vegalengd í lausninni hér
um bil í hlutfalli við styrk uppleysta
efnisins. Þessi eiginleiki efnanna
hefur verið nefndur optísk virkni
þeirra (e. optical activity, fr. pou-
voir rotatoire, þ. Drehungsver-
mögen). Optíska virknin er ein-
kennandi fyrir viðkomandi efni á
svipaðan hátt og t.d. eðlismassi þess
eða bræðslumark.
Skautunarsmásjár. Látum geisla af
skautuðu hvítu ljósi leggja af stað
gegnum þunnt sýni af glæru efni. Ef
efnið er tvíbrjótandi klofnar ljós-
geislinn í tvennt í því eins og fyrr
sagði. Þessir tveir geislar ferðast
mishratt inni í efninu og eru því
sveiflurnar í þeim komnar nokkuð
„út úr takti" þegar í gegnum sýnið
er komið. Sá munur er breytilegur
eftir lit og getur fyrir suma liti orðið
þannig að geislarnir eyði hvor
öðrum að meira eða minna leyti ef
þeim er blandað saman að nýju á
tiltekinn hátt með hjálp annars
Nicol-prisma. Einstöku jarðfræð-
ingar hófu um 1860 að nýta sér smá-
sjár með slíkum viðbótarbúnaði til
að skoða örþunnar sneiðar bergs.
Kristallakorn mismunandi steinda í
berginu, sem höfðu mismikinn mun
brotstuðla, fengu í þessum smásjám
sinn litinn hver steind og lærðist
fljótt að þekkja þær í sundur. Eftir
að það spurðist út hvílíkt gagn slík
skoðun gæti gert hófu ýmis verk-
stæði að framleiða þessar skautun-
arsmásjár til sölu fyrir og um 1880.
Með aukabúnaði mátti mæla brot-
stuðla kristallanna nákvæmlega og
gaf það upplýsingar um byggingu
þeirra og efnasamsetningu.
Ljósstyrksmælar. í þeim ljósmæl-
39