Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Má sjá í tímaritum frá því um 1880 og fram yfir 1920 að sú tegund var talsvert notuð,39,40,41 meðal annars við rannsóknir á blóðrauða.42 Var þá kannað til dæmis hvort hann væri mismunandi eftir dýrategundum, hvort hann breyttist í sjúkdómum og hvaða áhrif kolildi hefði á hann. Útfjólublátt ljós komst ekki að ráði í gegnum þær glertegundir sem framleiddar voru fyrir 1905 eða svo. Því var silfurberg eða kvars stund- um notað til að tvístra því ljósi í glers stað, meðal annars af J.-L. Soret. Hann fann43 þartnig að ljósgleypni blóðrauðans var einkar mikil á til- teknu útfjólubláu tíðnibili sem síðan er við hann kennt. Soret og fleiri körtnuðu eirtnig með slíkum prism- um hvernig útfjólublátt ljós veldur skemmdum á vefjum og þau komu við sögu þeirrar uppgötvunar kring- um aldamótin 1900 að sitthvað sé líkt með blóðrauða- og blaðgrænu- sameindunum.44 Notkun litrófs-ljósmæla til hvers- kyns efnagreininga á lífrænum og ólífrænum efnum jókst síðan jafnt og þétt fram eftir 20. öldinni, ekki síst eftir að rafrænir ljósnemar gerðu kleift um og upp úr 1930 að tengja þá við sírita. Önnur gerð ljós- mæla og mun einfaldari sem kallað- ir hafa verið litmælar (e. colorimet- ers) komu einnig mjög víða að gagni við efnarannsóknir á 20. öld, en Nicol-prismu voru aðeins í fáum tækjum þeirrar gerðar á markaðn- um. Sé ljósgeisli sendur gegnum vökva sem inniheldur svifefni á borð við stórar lífrænar sameindir eða fíngert grugg dreifist nokkuð af ljósinu til hliðanna. Eðli þessarar ljósdreifingar skýrðist mjög við rannsóknir J. Tyndalls á dreifða ljósinu45 með Nicol-prismum. Síðar spruttu upp úr því aðferðir til að meta magn svifefna í lausn með skautunar-ljósmælum,46 og gátu þeir mælar einnig veitt vissar upp- lýsingar um stærð og lögun svif- efnisagnanna ef með þurfti. Meðal þekktustu vísindamanna sem rannsökuðu birtu- og lita- skynjun mannsaugans á síðari hluta 19. aldar voru H. v. Helmholtz og E. Hering. Kenningar þeirra um hana voru mjög mismunandi en hafa haft mikil áhrif allt fram til okkar daga. Þeir og margir aðrir notuðu til- raunabúnað með Nicol-prismum til að breyta ljósmagni í tilraunum sín- um, stundum þróaðan upp úr áður- nefndum ljósmælum. H. v. Helm- holtz fann sjálfur upp slík sjónpróf- unartæki (8. mynd) sem beitt var í áratugi47-48 við almennar vísinda- rannsóknir á þessu sviði. í öðrum tækjum voru auk Nicol-prismanna kvarsplötur til að búa til margskon- ar liti49 og gerðu þau gagn víða við að finna hinar ýmsu tegundir lit- blindu og fleiri sjóngalla í fólki. Þessar litasjár voru þó líklega mest notaðar í iðnaði þar sem litir vör- unnar skiptu miklu máli, svo sem í prentverki og matvælaframleiðslu. I tengslum við ofantaldar sjón- rannsóknir má að síðustu nefna að prismu úr silfurbergi voru í nokkrum gerðum tækja sem hönn- uð voru á áratugunum kringum 1900 til skoðunar og mælinga á aug- unum sjálfum.50 Lokaorð Hér lýkur umfjöllun um notkun silfurbergsins úr Helgustaða- námunni (9. mynd) í ýmsum rann- sóknum tengdum líf- og læknavís- indum fram á þriðja áratug 20. ald- ar. Þetta efni átti einnig verulegan þátt í þróun annarra sviða náttúru- vísinda og tækni á sama tímabili. Ef menn kynna sér þá þróun og um leið öll áhrif vísindanna á þjóðfélög nútímans ætti mikilvægi námunn- ar í samhengi við mannkynssögu síðustu alda ekki að vefjast fyrir neinum. Því miður hafa lands- menn lítið um hana sinnt undan- farna áratugi. Um aldamótin 1900 tóku silfur- bergskristallar, sambærilegir við efnið frá Helgustöðum að stærð og gæðum, að berast í smáum stíl frá öðrum fundarstöðum til vísinda- manna og tækjasmiða. Meðal ann- ars var silfurberg unnið við Hoffell í Hornafirði um skeið frá 1911. Talsvert magn var flutt út frá Suð- ur-Afríku upp úr 1920 og síðan tóku enn önnur svæði við. A árinu 1933 var fyrst veitt einkaleyfi fyrir 8. mynd. Litablöndunarbúnaður H. v. Helmholtz til sjónprófana, endurbættur af A. König" um 1890. Séð er ofan á tækið, breidd þess er tæpur metri. Athugandi situr við S og horfir á mismunandi litt Ijós frá lömpunum Gl, G2 sem blandast í glerprismanu P. Prisnmn Nl, N2 og strendingarnir Kl, K2 eru úr silfurbergi. - Helmholtz' color mixer for testing human visual perception. 45

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.