Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 46
N áttúruf ræðingurinn þynnum úr gerviefninu Polaroid, sem verkar á ljós á svipaðan hátt og túrmalín-kristallarnir sem nefndir voru framarlega í grein- inni. Tóku endurbættar gerðir þeirra víða við hlutverki Nicol- prisma í ljóstækjum eftir 1940 eða svo, en reikna má með að frá sjö- unda áratugnum hafi eftirspurnin eftir prismunum aukist aftur. Tengdist það ekki síst notkun hinnar nýju leysitækni við ljós- fræðirannsóknir og er enn mikið framleitt af silfurbergsprismum. Þeirri þróun í náttúru- og lækna- vísindum sem hefur verið lýst í þessari grein, og átti íslenska silfur- berginu árangur sinn að þakka að talsverðu leyti, var síðan að sjálf- sögðu haldið áfram á grunni hinna fyrri uppgötvana. Má til dæmis sjá þess merki í Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir í efnafræði á ára- tugunum eftir 1925, svo sem varð- andi kolvetnasambönd, lífræn litar- efni, svifefni, vítamín, beiskjuefni, stera, lífhvata, hormón o.fl. Meðal þeirra fjölbreyttu mæliaðferða sem þá var beitt í örum framförum líf- efnarannsókna eru einnig margar sem hafa ekki verið taldar hér en nýttu ljósskautun á einhvern hátt til þess að kanna lögun og byggingu stórra sameinda. Af þeim aðferðum má nefna: dreifingu ljóss þar sem tíðni þess breyttist um leið (Raman- hrif), breytileika optískrar virkni efna við mismunandi tíðni ljóssins, dofnun skautaðs ljóss í sumum efnum (Cotton-hrif), skautaða flúrljómun og tvöfalt ljósbrot í vökvum af völdum rennslis- hreyfinga (Maxwell-hrif). Allt þetta leiddi síðan til enn annarra merkra uppgötvana og framfara sem mannkynið býr að í dag. SUMMARY On some applications of Iceland spar prisms in biological sciences and medicine From the 17th century until around 1900, a quarry at the farm Helgu- staðir in East Iceland was the world's only source of large trans- parent crystals of Iceland spar (opti- cal calcite) for scientific research. Organized mining for export took place there intermittently between 1850 and 1925. These crystals were chiefly used in the construction of so-called Nicol prisms, which were incorporated into instruments employing polarized light for vari- ous purposes. In particular, three types of these instruments were manufactured commercially: polar- imeters, petrographic microscopes, and photometers (also including spectrophotometers and to a lesser extent colorimeters and chromo- scopes). The paper describes how they were used in research within various fields of organic chemistry, biochemistry, biology, food science and medicine during the above period. Several important discover- ies and their consequences are men- tioned. As the Iceland spar crystals also contributed to progress in various other fields of science and technology, it is evident that the Helgustaðir calcite quarry has played a significant role in global history. 46

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.