Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Örnólfur Thorlacius
RISAEÐLURÁ
FERÐ OG FLUGI
Á nítjándu öld fóru menn víða að rekast á steingerð bein úr gríðarstórum
landdýrum, og árið 1842 gaf þekktur enskur líffæra- og steingervingafræð-
ingur, Sir Richard Owen, þeim fræðiheitið Dinosauria sem nánast útleggst
„eðlurnar skelfilegu". Á íslensku eru dýrin kölluð risaeðlur. Þessi stóru
skriðdýr lifðu á landi, ólíkt ýmsum stórvöxnum skriðdýrum í sjó (1.
mynd). Flugeðlurnar, sem margar voru líka næsta stórar, voru ekki heldur
eiginlegar risaeðlur (2. mynd). Raunar risu risaeðlurnar ekki allar undir
nafni. Hinar minnstu urðu víst ekki stærri en skógarþröstur.
óðum að bætast við þekking um
ýmislegt í fari dýranna, svo sem
hörund og aðra mjúka hluta þeirra,
líkamsstöðu og hreyfimáta, vaxtar-
hætti og vaxtarhraða, lífshætti
þeirra, svo sem fæðuöflun og fæðu-
val, og um samskipti innan og milli
tegunda. Sú mynd sem við höfum
Til skamms tíma miðuðust hug-
myndir manna um eðli og lífshætti
risaeðlnanna við reynslu af núlifandi
stórskriðdýrum, svo sem krókódíl-
um og stærstu eðlum. Þannig sjást
risaeðlur oft á gömlum myndum
með útstæða fótleggi, allt að því
dragandi kviðinn og halann, þótt
ljóst mætti vera af gerð mjaðmar- og
axlarliðanna að skepnurnar hafi risið
upp á lóðrétta ganglimi og glöggur
athugandi sem skoðaði slóð eftir
risaeðlu tók eftir því að sú skepna
hlýtur að hafa borið nokkuð bratt
halann, því hvergi sást far eftir hann.
Öll núlifandi skriðdýr eru misheit
(„með kalt blóð") og þar með háð
hita umhverfisins um hraða efna-
skiptanna, enda fer mest fyrir þess-
um dýrum þar sem hlýtt er. Gerðu
menn lengi ráð fyrir að hið sama
ætti við um aldauða frændur þeirra,
risaeðlurnar, sem verið hefðu stirð-
busaleg og svifasein kvikindi, og
trúlega hefðu kvikari og skarpari
jafnheit dýr, spendýrin, átt veru-
legan þátt í að útrýma þeim.
Á síðustu áratugum 20. aldar fór
þessi mynd að breytast, enda er
1. mynd. Ýmis stór hyggdýr í sjó, sem öndnðu með hmgum, töldust ekki risaeðlur. Á mynd-
inni sjást, talið að ofan, goggeðla, Placodus, um 1 m löng, frá miðtrías; svaneðla,
Cryptoclodus,^rrí síðjúra, um 3 m; ogfiskeðla, Opthalamosaurus,yní síðjúra, um 2,5 m.'
Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 49-62, 2007
49