Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ■í a. 3. */. 10. mynd. Þegar væng er sveiflaö niður (A) þrýstir loftið fönum flugfjaðranna saman. í uppsveiflunni (B) snýst upp á fanirnar svo loft kemst á milli þeirra.10 11. mynd. Dúnfjöður.11 kjötætu, stóra spenskriðli (Repeno- mamus giganticus)}3 sem mun vera stærsta þekkta spendýrið frá miðlífs- öld (12. mynd). Dýrið var uppi á fyrrihluta krítar, fyrir um 130 milljón árum, ásamt minni ættingja, litla spenskriðli (Repenomamus robustus), sem fannst í sömu lögum og var „ekki nema" á stærð við kött.12 I maga R. robustus fundust stein- gerð bein síðustu máltíðar dýrsins, sem var ungi páeðlu, Psittacosaurus. En þótt spenskriðlarnir hafi lagst á smávaxnar og ungar risaeðlur, voru það ekki spendýr sem lögðu veldi risaeðlnanna að velli. Ragnarök Margt bendir til að náttúruhamfarir af völdum halastjörnu eða loftsteins, sem vitað er að rakst á jörðina fyrir 65 milljón árum, hafi útrýmt risa- eðlunum og raunar fjölda annarra stórra dýra á landi og í legi.1314 Aðrir vilja rekja þennan fjöldaaldauða til annarra náttúruhamfara, stórkost- legrar hrinu eldgosa sem merki finn- ast um frá þessum tíma.15 Ekki ber fróðum mönnum heldur saman um hvort hamfarirnar - utan úr geimn- um eða innan frá - hafi einar verið orsökin. Sumir telja að ósköpin hafi grandað risaeðlunum „í blóma lífs- ins".16 Aðrir hallast að því að farið hafi verið að halla undan fæti fyrir þessum dýrum síðustu tíu ármilljón- imar þar á undan eða svo.17 Landaskipan, loftslag og gróður á miðlífsöld í allri sögu jarðar hefur afstaða landa og sjávar tekið breytingum, einkum vegna landreks, þar sem stórir jarðmassar - flekar - hafa færst til innbyrðis (13. mynd). I upphafi miðlífsaldar runnu helstu meginlönd jarðar saman í gífurlegt ofurmeginland, allandið Pangea. En áður en langt leið á öldina, á mótum trías- og júratímabils, fór allandið að gliðna sundur til norðurs og suðurs. Norðan skilanna varð til Lárasía, nokkurn veginn samsvar- andi Grænlandi, Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Syðra meginland- ið, Gondvanaland, er nú Suður- Ameríka, Afríka, Astralía og Ant- arktíka. Ekki eru þessi mörk algild. Þau lönd sem nú eru Indlandsskagi og Madagaskar voru upphaflega hluti af Gondvanalandi. Síðar losn- aði þessi partur frá meginlandi Afr- íku. Madagaskar staðnæmdist stutt út frá Afríkuströnd en Indland rak yfir hafið til Asíu, ruddist inn í álf- una og á mótunum kýttust upp hæstu fjallgarðar jarðar, Himalaja- fjöll og Karakórum. Við þetta bætist að löndin stóðu mishátt upp úr sjó. Um mitt krítar- tímabil var sjávarstaða há og Evrópa var að talsverðu leyti eyja- haf, og kann það að vera skýring á því að minna hefur fundist af stein- gerðum risaeðlum þar en til dæmis vestanhafs og í Asíu. Annars orkar oft tvímælis að túlka útbreiðslu fornra skepna af steingervingafundum. Leifar þeirra varðveitast misvel eftir aðstæðum, auk þess sem tilviljun ræður hvort þær finnast. Á miðlífsöld var loftslag hlýtt um alla jörð; til dæmis eru ekki merki um ís við heimskautin. Jörðin hefur því getað staðið undir gróskumiklu plöntulífi og stórvöxnum dýrum. Framan af miðlífsöld fór á landi mikið fyrir elftingum, burknum og b Ættkvíslamafnið Repenomamus er samsuða úr „reptile" og „mammal" og þýðir nánast „skriðspendýr". 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.