Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags en með langan hala, svo heildar- lengdin var nærri metri (14. mynd). Þrátt fyrir fræðiheitið, sem útleggja mætti „kínverska vængeðlan", var dýrið vængjalaust og þakið ein- földu, dúnkenndu fiðri, þar sem hver fjöður var aðeins pípulaga þráður eða skúfur af þráðum. Svona einfaldar, þráðlaga frum- fjaðrir vaxa á undan öðru fiðri á ungum nokkurra núlifandi fugla (15. mynd). Aðrir dínósárar í þessum lögum voru með flóknari fjaðrir, þar sem út úr hrygg gengu geislar, ýmist ótengdir eða kræktir saman í sam- felldar fanir. Að lokum komu svo fram ósamhverfar flugfjaðrir: Dínósárarnir voru að breytast í fugla (efst á 3. mynd). Það er athyglisvert að þarna hefur fundist dýr með „fjóra vængi", með eins konar flugfjaðrir bæði á fram- limum og afturlimum. Talið er að þetta kvikindi, smávígur (Micro- raptor, efst á 3. mynd), hafi haldið „fótavængjunum" undir „handa- vængjunum" fremur en að hann hafi dregið lappirnar á flugi.21 Þessi skipan hefur greinilega ekki enst til frambúðar. Menn hafa skemmt sér við að líkja þessu við tækniþróun flugvéla á 20. öld; flygildi Wrightbræðra og margar flugvélar á fyrstu áratugum aldar- innar voru tvíþekjur (16. mynd), sem þokuðu smám saman fyrir rennilegri farkostum með einu vængjapari. Aður en fjaðrirnar nýttust til flugs hafa þær trúlega verkað sem varmaeinangrun. Fiðrið gæti einnig hafa hrint vatni frá líkamanum, stuðlað að felugervi, eða andstæðu þess, skærum litum er hefðu nýst til fælingar eða vakið athygli hins kynsins í tilhugalífinu, en öll þessi ólíku hlutverk fiðurs finnast hjá ein- hverjum fuglum sem nú eru uppi. Heitt blóð eða kalt? Sem fyrr segir var það almenn skoð- un fræðimanna fram eftir síðustu öld að risaeðlurnar hefðu - eins og hver önnur skriðdýr - verið mis- heitar, þannig að líkamshitinn hefði breyst með hita umhverfisins. Þegar á öldina leið breyttust hugmyndir manna um lífshætti þessara dýra. A mörgum gömlum myndum má til dæmis sjá þórseðlur eða aðrar stór- ar risaeðlur svamla upp á miðjar síður í fenjum, þar sem talið var að dýrin hefðu verið of þunglamaleg til að rísa undir eigin þunga á þurru. I nokkrum hinna stærstu greindu þeirra tíma fræðimenn tvo „heila", þar sem annar var í hausnum eins og í okkur hinum en hinn, til muna stærri, í lendunum. I samræmi við þetta var sú skoðun að risaeðlurnar hefðu verið of heimsk- ar til þess að standast samkeppni við kvik smáspendýr, sem þróast hefðu þegar á miðlífsöldina leið og étið risaeðluegg og á annan hátt gert þessum forneskjulegu frænd- um sínum lífið óbærilegt. Smám saman rann það upp fyrir fræðimönnum að myndin af risa- eðlunum sem hægfara og heimsk- um kjötfjöllum stenst ekki. Margar voru með þroskaðri heila en talið hafði verið. í mænunni voru vissu- lega þykkildi af taugahnoðum, en þau áttu ekkert skylt við raunveru- legan heila. Þegar líkamsbygging dínósáranna er borin saman við gerð núlifandi hryggdýra, standast fuglarnir slíkan samjöfnuð mun betur en krókódílar, að ekki sé minnst á eðlur eða skjaldbökur. Robert T. Bakker, sem fyrr er nefndur, varð einna fyrstur til að 14. mynd. Dúneðlan, Sinosauropteryx prima, er elsti fiðraði dínósárinn sem fannst í Yixianjarðlögunum í Kína,frá lokum júratímabils.20 57

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.