Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vaxtarhraði Lengi var talið að sem skriðdýr hlytu risaeðlurnar að hafa vaxið hægt. Nú er komið í ljós að einnig um þetta líkjast þær fuglum fremur en til dæmis krókódílum. í beinum ýmissa dýra, og þar með risaeðlna, einkum í löngu leggjarbeinunum, má greina merki um mishraðan vöxt eftir árstíðum, eins konar ár- hringi eins og í trjábolum. En mun- urinn er sá að lesa má aldur trésins beint með því að telja árhringina en í leggnum fer fram sífelld endunýj- un á öllum beinvefnum. Jafnharðan og ný lög bætast utan á beinið leys- ast eldri hlutar þess upp og vefirnir raðast niður á nýjan hátt. Allt bein- ið er þannig í sífellu endurskipu- lagt. Við þessu hafa forndýrafræðingar séð með óbeinum aðferðum. Borin eru saman bein ungra og gamalla einstaklinga sömu tegundar og eyð- ing og endurvöxtur skráð í sam- fellu, en þannig fást upplýsingar um vaxtarhraðann á ýmsum ævi- skeiðum. Þar sem ekki er völ á „barnsbeinum" er aldurinn reikn- aður aftur á bak út frá þykkt þeirra vaxtarlína sem völ er á. í nokkrum tilvikum hafa menn fært sér í nyt smábein, sem ekki eru frauðkennd innan og öll ársvaxtar- lögin í þeim hafa haldist (17. mynd).24 Um og eftir nýliðin aldamót greindu þrír vísindamenn, tveir bandarískir og einn franskur,25 vaxt- arhraða einnar frægustu risaeðlu sögunnar, grameðlunnar (Tyranno- saurus rex).c Þessi risi meðal rán- dýra, þriggja metra hár upp á mjaðmir, ellefu metra langur og fimm til átta lestir (18. mynd), óx í fulla stærð á aðeins 15 til 18 árum.d Þegar vöxturinn var hraðastur hefur skepnan þyngst um að minnsta kosti tvö kíló á degi hverj- um - og það í heil fimm ár! Ekkert landspendýr leikur þetta eftir. Afríkufíllinn, eina núlifandi landdýrið sem stenst samanburð við grameðlu að stærð, verður 5 til 6,5 lesta þungur á 25 til 35 árum.e Brátt kom í ljós að grameðlan vék ekki verulega frá öðrum risaeðlum um vaxtartíma, sem virðist lítt hafa verið háður stærð dýranna. Harð- bakur (Massospondylus), sem var grasæta, náði um eða yfir þriggja metra lengd á um 15 árum og pá- eðlan (Psittacosaurus), lítil horneðla (lengst til vinstri á 3. mynd), varð fullvaxta, eins til tveggja metra löng, 13 til 15 ára. Hraðametið í vexti eiga samt stóru graseðlurnar. Þórseðlan (Apatosaurusý varð fullvaxin 8 til 10 ára, og lætur nærri að dýrin hafi fram að þeim tíma bætt á sig að meðaltali 5500 kílóum á ári. 17. mynd. Smásjársneið af leggjarbeini (sperrilegg) úr fimm ára gamalli ógnar- eðlu, Gorgosaurus, þar sem sjá má árleg- an vöxt dýrsins.24 Mönnum lék að vonum hugur á að kynnast því hvenær þessi vaxtarkipp- ur hefði fyrst komið fram hjá risaeðl- unum eða forfeðrum þeirra. Neðst til hægri á 3. mynd má sjá brot af áatali risaeðlnanna. Tveimur þrepum fyrir neðan þær greinast sveigdýr, Archosauria, í krókódíla og Orni- thodira, sem orðrétt útleggst fugl- helsingjar á íslensku. Ornithodira kvíslast svo í flugeðlur og risaeðlur. Stærsti krókódíll sögunnar, tröll- krókódíllinn (Deinosuchus) sem lifði á krítartímabili miðlífsaldar fyrir c Eins og rex á latínu þýðir íslenska orðið gramur konungur. d Aðrir fræðimenn komust að sömu niðurstöðu um vaxtarhraða grameðlunnar um svipað leyti. e Skíðishvalir taka út vöxt á svipuðum tíma og stóru risaeðlurnar gerðu, en þeir verða náttúrlega mun stærri. f Fáar risaeðlur eru frægari en þórseðlan. Hún var til skamms tíma þekkt undir fræðiheitinu Brontosaurus, og gengur raunar í mörgum tungumálum enn undir því nafni hjá allri alþýðu. Nýlega rákust dýrafræðingar á eldra, fullgilt heiti, Apatosaurus, og í samræmi við alþjóðareglur um nafnagiftir hefur það verið tekið upp í vísindaritum. 59

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.