Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 64
Náttúrufræðingurinn
um landið í mismiklu umfangi (1.
mynd). Hér á eftir verður fjallað um
ræktun kræklings á Islandi, aðferðir
við ræktun og helstu atriði er hafa
áhrif á ræktunina. Byggt er á þeim
niðurstöðum sem fengist hafa úr
áðurnefndum tilraunaverkefnum
víðsvegar um landið.
LÍFSFERILL OG RÆKTUN
Kræklingur er auðveldur í ræktun
þar sem lífsferill hans er tiltölulega
einfaldur og einnig býr hann yfir
ýmsum eiginleikum sem auðvelda
ræktun (2. mynd). í upphafi rækt-
unar er lirfum safnað úti í náttúr-
unni en ræktun ýmissa annarra
skeljategunda krefst lirfuræktar í
upphafi. Kræklingurinn er sér-
kynja, hrygnir á fyrsta aldursári og
eggin frjóvgast í sjónum. Hrygning-
artíminn er mismunandi á milli
svæða og ára og fer aðallega eftir
fæðuframboði og hita sjávar. Kræk-
lingurinn hrygnir að vori eða sumri
þegar næga fæðu er að hafa fyrir
ungviðið í formi svifþörunga.
Rannsóknir hafa sýnt að í Mjóafirði
árið 2000 og í Breiðafirði árin
1995-1997 hófst hrygning í júlí, náði
hámarki í ágúst og lauk í nóvem-
ber.7 í Hvalfirði var aðalhrygningar-
tíminn árið 1986 frá miðjum júlí
fram í miðjan ágúst en árið 1987 frá
miðjum júní til júlíloka.6
Úr frjóvguðum eggjum kræklings
þroskast lirfur sem eru sviflægar
fyrstu vikurnar og nærast á smáum
svifþörungum sem þær sía úr sjón-
um. Lirfurnar myndbreytast og
þunn gagnsæ skel myndast fljót-
lega. Að loknu sviflæga tímabili
lirfunnar leitar hún uppi ákjósan-
legt undirlag til að setjast á og er
hún þá um 0,25 mm að lengd.
Lengd lirfustigs getur verið breyti-
leg á milli svæða og ára og fer eftir
fæðuframboði og ytri skilyrðum. Ef
undirlag hentar ekki fyrir ásetu
kræklingslirfunnar framlengist svif-
læga tímabilið um nokkra mánuði.8
Lirfan sest gjarnan á þráðlaga þör-
unga en einnig er algengt að hún
setjist á spunaþræði eldri kræk-
lings.
í Hvalfirði árið 1987 voru kræk-
lingalirfur sviflægar í 4-5 vikur og
var aðalásetan á safnara í septem-
ber.6 Á árunum 2000-2002 var
megináseta kræklingslirfa í Hval-
firði í ágúst,910 eða örfáum vikum
fyrr en árið 1986. Aðalásetutími
kræklingslirfa á safnara í Eyjafirði
árið 1999 var einnig í september11 en
við Hrísey árið 2004 í byrjun ágúst.12
Aðalkosturinn við kræklinga-
ræktina er sá að ekki þarf að fóðra
kræklinginn því hann síar alla fæðu
sína úr sjónum. Fæða kræklings
samanstendur af örsmáum ögnum
sem geta verið plöntusvif, bakterí-
ur, dýrasvif eða mismikið niður-
brotnar lífrænar leifar, svokölluð
feyra (detritus).13 Fæðan færist í átt
að munni dýrsins sem er framan til.
Á leiðinni frá tálknum að munni
skiljast ákveðnir stærðarflokkar
fæðunnar út úr dýrinu og ná aldrei
munni.
Vöxtur kræklings fer einkum eftir
aldri, stærð, erfðum, þéttleika dýr-
anna, hita, fæðuframboði, seltu og
árferði.13 Við lægri hita en 3 °C vex
kræklingur mjög hægt en vöxturinn
eykst með hækkandi hita, allt þar til
fer að draga úr honum við um það
bil við 20 °C. Verulegur munur er á
vaxtarhraða kræklinga við íslands-
strendur. Vöxturinn er mestur við
vestanvert landið en minnkar rétt-
sælis með landinu og er minnstur á
Austfjörðum. í Hvalfirði er kræk-
lingur um tvö ár að ná 50 mm
lengd6 en gera má ráð fyrir að það
taki a.m.k. þrjú ár á Austfjörðum.14
Þessar vaxtartölur miðast við að
engin grisjun hafi átt sér stað yfir
ræktunartímabilið en gera má ráð
fyrir meiri vexti ef kræklingurinn er
grisjaður. Verulegur munur getur
verið á vexti eftir árferði og einnig
getur of þétt ræktun dregið úr vaxt-
arhraðanum. Kræklingurinn vex
hratt í fyrstu og við bestu skilyrði
nær hann um 15 mm lengd á fyrsta
ári í ræktun.15 Við náttúruleg skil-
yrði vex kræklingur við Island um
u.þ.b. 10 mm á ári í 3-4 ár en síðan
dregur úr vexti hans!6 Við bestu
skilyrði getur vöxturinn þó verið
Lirfusafnarar
2. mynd. Lífsferill kræklings. - The life cycle ofblue mussel (Mytilus edulis).
64