Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lingaræktendum (7. mynd). Mikil- vægt er að fylgjast með fjölda fugla sem halda sig við kræklingaræktina og grípa til aðgerða áður en í óefni er komið. Til að halda afráni æðar- fugls í lágmarki er æskilegt að hafa kræklingalínurnar í nágrenni við mannabústaði til að auðveldara sé að vakta ræktunina og fæla fuglinn frá. Ýmsar fælur hafa verið reyndar og má þar nefna hljóðfælur, áreitni frá bátum, byssuskot, ljós og spegla, en með litlum árangri.19 Víða er- lendis hefur ræktunarsvæðið eða búnaðurinn verið girtur af með net- girðingu sem nær átta metra undir sjávarborð og hefur það skilað góð- um árangri til að hindra aðgang æð- arfugls að ræktuðum kræklingi.19 Krossfiskar geta valdið verulegu tjóni í kræklingarækt. Nái ræktun- arbönd botni geta þeir skriðið upp böndin og étið kræklinga á leið sinni upp. Nái böndin ekki botni geta ungir krossfiskar valdið tjóni þar sem krossfiskalirfur setjast á safnara á svipuðum tíma og kræk- lingalirfurnar (8. mynd). Krossfisk- urinn vex hratt; hann verður fljótt stærri en kræklingurinn og étur krækling af sínum eigin árgangi. Vart hefur orðið við krossfisk á flestum ræktunarsvæðum við land- 8. mynd. Ungur krossfiskur og ungur kræk- lingur á lirfusafnara. - A young starfish and juvenile mussels on a spat coliector. Ljósm./photo: Valdimar Ingi Gunnarsson. ið. Árið 2001 var mikið um kross- fisk við vestanvert landið9 og árið 2006 gætti hans mjög í Eyjafirði (munnleg heimild). Krossfiskurinn sogar sig fastan á ræktunarbúnað- inn eða stóra kræklinga, missir síðan takið þegar hann stækkar því að þá fækkar flötum sem eru nægi- lega sléttir og stórir. Krossfiskurinn dettur fyrr af hengjum sem hreyfast mikið vegna ölduróts. Til að koma í veg fyrir tjón af völdum krossfiska í kræklingarækt- un eru ræktunarböndin tekin úr sjó einu sinni á ári og þeim dýft í súra sjóblöndu en við það losnar allur krossfiskur af skel og ræktunar- búnaði.20 ÁSÆTUR Ásætur á ræktunarbúnaði og kræk- lingaskel eru bæði þörungar og dýr. Verulegur breytileiki getur verið í tegundasamsetningu ásæta á kræk- lingahengjum milli svæða og ára.21 Hérlendis veldur þarinn mestu tjóni í kræklingarækt, en harin tekur rými frá kræklingi, uppskeran verður minni og hann er til trafala við upp- skeru. Gró þarans setjast á ræktunar- búnaðinn á haustin. Eftir því sem minna er af kræklingi á söfnurunum þeim mun meira af þara nær að festa rætur og vaxa. Árlegur vöxtur þara hefst um áramót, fer hægt af stað og nær hámarki í maí. Vöxturinn er mikill og er algengt að þari á fyrsta ári hafi náð um hálfs metra lengd í júní. Á sumrin er yfirleitt lítið af nauðsynlegum næringarefnum í sjónum fyrir þarann. Með því að skera stilkinn neðan við blaðið er hægt að koma í veg fyrir frekari vöxt þarans því að hann vex fyrst og fremst á mótum stilks og blaðs. Við vöxt bætist ofan á stilkinn og neðan á blaðið.22 Oftast er mest af þara á burðarlín- unni en minna á kræklingahengjum og minnkar magn hans eftir því sem þær liggja dýpra. Það má því draga úr þaravexti með því að hafa kræklingahengjur vel undir yfir- borði sjávar. Af þara eru beltisþari 9. mynd. Beltisþari á kræklingalínu í Arn- arfirði. - Sugar kelp (Laminaria sacchar- ina) growing on a tnussel line in Arnar- fjördur. Ljósm./photo: Valdimar Ingi Gunnarsson. (Laminaria saccharina) (9. mynd) og marinkjarni (Alaria esculente) (10. mynd) mest áberandi í kræklinga- rækt hérlendis en mest hefur verið um marinkjarna á Austfjörðum.10 Aðrar tegundir sem vart hefur orð- ið á kræklingalínum eru hrossaþari (Phyllaria digitata) og dílaþari (Saccorhiza dermatodea). Hrúðurkarlar (Balanus blanoides og B. crenatus) eru algengasta ásæt- an meðal dýra í kræklingaræktun hérlendis. Þeir valda tjóni með því að setjast á safnara og koma þannig í veg fyrir að kræklingalirfur geti sest þar. Einnig eru þeir í sam- keppni við kræklinginn um fæðu og valda vandræðum við uppskeru. Algengast er að hrúðurkarlalirfur setjist á safnara og stóra kræklinga á vorin. Áseta hrúðurkarla getur 10. mynd. Marinkjarni á kræklingalínu í Mjóafirði. - Dabberlocks (Alaria esculenta) growing on a mussel line in Mjóifjörður. Ljósm./photo: Valdimar Ingi Gunnarsson. 67

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.