Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 70

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 70
Náttúrufræðingurinn Arni Hjartarson NORÐURHEIMSKAUTS- BAUGURINN í GRÍMSEY íslensk skólaböm læra snemma að heimskautsbaugurinn liggur skammt fyrir norðan land og þvert yfir Grímsey. Sagt var að hann lægi langsum eftir hjónarúminu á prestssetrinu í Miðgörðum og að prestur lægi norðan baugs- ins en maddaman sunnan hans. Þetta á að vísu ekki við í dag því prestssetur er ekki lengur í Grímsey og baugurinn er nokkuð norðan Miðgarða eða í grennd við Bása, ysta bæirtn á eynni. Málið vandast hins vegar þegar benda skal nákvæmlega á legu þessarar ímynduðu línu á yfirborði jarðar. Skammt norðan við bæinn að Básum er varði sem merkir þennan stað (1. mynd); þar láta ferðalangar ljósmynda sig og fá síðan áritað skjal til staðfestingar því að þeir hafi stigið niður fæti norðan við heimskautsbaug. Þeir sem nota GPS- tæki og eru vel að sér í landafræði geta þó séð að staðsetning varðans er ekki nákvæm og að baugurinn muni liggja nokkru norðar. Hvar ER BAUGURINN? En hvar á að draga heimskauts- bauginn og hvað táknar hann? Sam- kvæmt aldagömlum skilgreiningum afmarkar hann það svæði á norður- hveli jarðar þar sem sólin (eða rétt- ara sagt sólmiðjan) getur horfið undir sjóndeildarhringinn í heilan sólarhring eða lengur að vetrinum en getur þá jafnframt verið sýnileg heilan sólarhring eða lengur að sumrinu, þannig að sjá megi mið- nætursól.1 Sams konar baugur, suð- urheimskautsbaugurinn, er á suður- hvelinu. Skilgreiningin sýnist ein- föld en margt flækir málið. Fólk víða á Norðurlandi getur borið vitni um það að sólin hverfur ekki undir sjón- arrönd dögum saman kringum sumarsólstöður. Ástæðan fyrir þessu er sú að skilgreining baugsins miðast við að athugandinn sé við sjávarmál og tekur ekki tillit til ljós- brots í gufuhvolfi jarðar. Ljósbrotið veldur því að miðnætursól getur sést tugi kílómetra sunnan heim- skautsbaugs og raunar yfir 100 km ef farið er til fjalla. Það er möndulhalli jarðar sem ræður legu heimskautsbaugsins. Snúningsmöndull jarðar liggur ekki 1. mynd. Merkið við heimskautsbauginn, bærinn að Básum og flugstöðin í baksýn. 70 Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 70-72, 2007

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.