Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hornrétt á brautarflöt hennar. Honum hallar og hornið milli hans og jarðbrautarflatarins er nálægt 66°33,5'. Baugurinn er því á 66°33,5' norðlægrar breiddar. Þetta horn er þó ekki stöðugt heldur tekur það hægfara breytingum og er ýmist að vaxa eða minnka og sveiflast á milli hámarks og lágmarks á um 20.000 árum. A síðustu ármilljónum hefur hornið mest orðið 68° en minnst 65,5°. Mismunurinn er 2,5° og sam- kvæmt þeirri þekktu reglu að hver lengdarmínúta jafngildi einni sjó- mílu má ljóst vera að baugurinn getur flust til um 150 sjómílur frá norðri til suðurs. Sem stendur fer hornið vaxandi en það veldur því að baugurinn færist til norðurs um 15 m á ári. Þetta er margfalt meiri tilfærsla en verður við hægfara jarð- skorpuhreyfingar eins og til dæmis landrek. Fleiri þættir koma hér við sögu, þar á meðal hin svokallaða pólriða (nutation) sem veldur sveiflu frá hámarki til lágmarks á rúmum 9 árum og flytur bauginn til um hátt í 300 m á sama tíma og síð- an til baka á ný á næstu 9 árum. Enn fleiri atriði flækja þetta mál. Hreyf- ing heimskautsbaugsins er því ekki jöfn frá einum tíma til annars held- ur rykkjótt og skrykkjótt. Ekki er hægt að segja nákvæmlega fyrir um hana í smáatriðum því hafstraumar, iðustraumar í iðrum jarðar og jafn- vel stórir jarðskjálftar geta haft áhrif þótt í litlu sé. Þó er ljóst að norður- heimskautsbaugurinn lá eitt sinn um hjónarúmið í Miðgörðum en er nú kominn norður undir Eyjarfót og fer norður af eynni fyrir næstu aldamót. ÚRSÖGU BAUGSINS Hið landfræðilega hugtak heim- skautsbaugur er komið frá Forn- grikkjum. Þeir skilgreindu einnig hvarfbaugana og miðbaug. Baugar þessir teljast mikilvægustu breidd- arbaugar heimskortsins og þeir af- marka loftslagsbelti jarðar, hitabelt- ið, tempruðu beltin og heimskauta- beltin. Ekki er höfundi þessara lína kunnugt um hvenær íslendingar til- einkuðu sér þessi fræði en í íslands- lýsingu Odds biskups Einarssonar frá um 1580 er getið um heim- skautsbauginn og hann sagður norðan íslands.2 Eins og fram hefur komið er eng- inn hægðarleikur að marka þennan baug nákvæmlega á yfirborð jarðar með grannri línu eða annars konar merki og margir kortagerðarmenn voru, og eru enn, tregir til að draga hann inn á kort sín. Guðbrandur biskup Þorláksson gerði uppkast að fyrsta íslandskorti sem sýnir nokkurn veginn rétta lögun lands- ins. Það uppkast er löngu týnt en hollensku kortagerðarmennirnir Ortelius og Mercator hreinteiknuðu það og gáfu síðan út hvor sína gerð- ina af því.3 Hvorugur þeirra sýnir heimskautsbauginn. A kortgerð Mercators stendur hins vegar skrif- að rétt sunnan Mývatns: „Hier Ikin natsell sunnazt", þ.e. Hér skín nátt- sól sunnast. Af gráðumerkingum á kortjöðrum má sjá að þarna taldi hann að baugurinn lægi. Hann hefur því hvorki gert leiðréttingar vegna ljósbrots né landhæðar. A síðari gerðum kortsins, sem gefnar voru út í kortasöfnum í Evrópu, sést baugurinn stundum markaður einmitt þar sem þessi athugasemd stóð, þ.e. um norðanvert Island (2. mynd). Guðbrandur virðist hafa mælt hnattstöðu Hóla í Hjaltadal eftir að kort hans var gefið út (eða a.m.k. eftir að hann sendi korthand- ritið frá sér). Þá fann hann út að breiddarstig biskupssetursins var 65°44'.4 Þar með komst hann að því að heimskautsbaugurinn lá í raun skammt norðan landsins. Þessa staðreynd sýnir Þórður Þorláksson á kortum sínum frá 1668 og 1670. Þar er Grímsey sýnd nokkurn veg- inn á réttri breiddargráðu og á síð- arnefnda kortinu er heimskauts- baugurinn teiknaður á 66°30'.2 2. mynd. íslandskort byggt á korti Guðbrands Þorlákssonar eftir hollenska kortagerðar- manninn Joris Carolus sem kom til íslands 1625. Kort þetta fékk meiri xitbreiðsiu en nokkurt annað íslandskort á sinni tíð og erfyrirmynd margra annarra kortafrá 17. öld. Carolus merkir hér heimskautsbauginn (Circulus Arcticus) kirfilega með tvöfaldri Unu þvert yfir landið, en á upprunalegu korti Guðbrands í útgáfum Orteliusar og Mercators er hann ekki sýndur. (Myndin erfengin af vefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafris.) 71

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.