Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 73

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags NÁTTÚRUFARSANNÁLL 2006 Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir Veður Árið 2006 hófst með mildum blæ, jörð var þá að mestu auð á láglendi og snjólétt var allan janúarmánuð. I tíð- arfarsyfirliti Veðurstofunnar sést að sama hæglætis- tíðin hélst út febrúar og fram í miðjan mars og snjór náði ekki að festa sig í sessi í byggð. Upp úr 20. mars kólnaði og jörð hvítnaði og þannig hélst veðrátta fram yfir páska, en þeir voru um miðjan apríl. Þá var sæmi- legur skíðasnjór á helstu skíðasvæðum landsmanna, nema í Bláfjöllum, en skíðavertíðin þótti þó víðast ansi stutt. Maí hófst með hlýjum andvara og fuglasöng og hiti fór víða upp fyrir 20 gráður á daginn. Upp úr miðjum mánuði breytti snögglega til og gerði harðasta vorhret með norðanstrekkingi og fannkomu í útsveitum norð- anlands. Þar snjóaði uppstyttulítið í heila viku og iðu- lega fylgdi stormur með. Fuglasöngur hljóðnaði og varp misfórst meira eða minna hjá þeim tegundum sem byrjað höfðu snemma. Lambfé var tekið á hús og raunar allt sauðfé, jafnvel hross. Ótíðinni linnti í síð- ustu viku mánaðarins og þá sjatnaði snjórinn hratt. Sumarið og haustið voru síðan nálægt meðallagi hvað viðkom hita og úrkomu. Desember skartaði fjölbreytilegu tíðarfari. Fyrsta vikan var mild og snjólaus að mestu á láglendi. Síðan frysti um land allt og snjóaði töluvert. Um 20. desem- ber hlýnaði snögglega og gerði asahláku, snjórinn hvarf á fáeinum dögum en miklir vatnavextir urðu um land allt. Einna mestir urðu vatnavextirnir í Hvítá í Árnessýslu sem flæddi yfir bakka sína og færði víð- áttumikið flatlendi á Skeiðum á kaf. Bæir einangruð- ust, svo sem Ólafsvallahverfið og bærinn Utverk, sem stóð á örlítilli eyju í víðáttuhafi. Rennslið í Ölfusá við Selfoss er talið hafa verið um 1750 m3/ s og hefur ekki orðið meira frá flóðinu mikla 1968. Það flóð var að vísu mun meira en því ollu m.a. jakastíflur í ánni sem ekki var fyrir að fara nú. Mikil flóð urðu einnig í Héraðsvötnum en þau ollu litlu tjóni. I Eyjafirði féllu skriður úr fjöllum og ollu stórtjóni, svo sem sagt er frá í skriðukaflanum. Jöklar Jöklar héldu áfram að rýrna eins og undanfarin ár, þó ekki alveg án undantekninga. Að sögn Odds Sigurðs- sonar hjá Vatnamælingum OS gekk t.d. Hyrnings- jökull, sem er einn af skriðjöklum Snæfellsjökuls, fram um nokkra metra. Aðrir jöklar sem gengu fram eru austasta hornið á Skeiðarárjökli, Svínafellsjökull og Heinabergsjökull. Reykjafjarðarjökull í Drangajökli hefur ekki enn lokið framhlaupi sínu og hnikaðist lítið eitt fram en mun þó vera að komast í þrot með það. Hlaup kom úr báðum Skaftárkötlum á árunu, úr þeim vestari í apríl en sá eystri hljóp 26. sept.-8. okt. Merkar rannsóknir voru gerðar í eystri katlinum sumarið 2006 en þá var borað í gegnum ísinn og niður í lónið þar undir. íshellan reyndist um 300 m þykk en rúmlega 100 m djúpt lón var þar undir. Sýni voru tekin úr jök- ulvatninu og síritar skildir eftir í holunni. Rannsókn- um þessum er ólokið. Skriðuföll og grjóthrun Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur og skriðu- sérfræðingur á Akureyri, segir eftirfarandi um atburði ársins 2006: Ekki er hægt að segja að mikið hafi verið um skriðuföll fyrr en undir lok ársins þegar miklir atburð- ir urðu á sunnanverðu Eyjafjarðarsvæðinu. Annars var aðallega um að ræða grjóthrun, fyrst og fremst í Óshlíð og annars staðar á Vestfjörðum og staðbundn- ar aurskriður í tengslum við úrhellisrigningar. Af ein- stökum tilvikum má geta um mikið grjóthrun þann 10. febrúar, þegar stór björg og grjótskriður féllu úr fjallinu ofan við bæinn Steina undir Eyjafjöllum. Þá urðu töluverð skriðuföll í rigningum, 7.-8. janúar úr Valahnjúk í Þórsmörk, 6. júlí í Hrafnkelsdal og í Siglu- firði og Fljótum 28.-29. ágúst. í tengslum við síðast- nefnda tilvikið og áframhaldandi haustrigningar varð Djúpadalsá rauf sundur stíflugarð og tæmdi uppistöðulón í vatnavöxtunum 21. desember. Ljósm.: Á.H. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.