Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Davíð Gíslason NÁTTÚ RU STO FA ÁU STU RLAN D S 1. mynd. Gróðurrannsóknir í Kringilsárrana 2006. F.v. Guðrún Á. Jónsdóttir og Kristín Ágústsdóttir. Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson. jfr i 1 y r 41 Náttúrustofa Austurlands var stofn- uð 1995 og er því elsta náttúrustofa landsins. Stofan er rekin af Fjarða- byggð samkvæmt samningi við umhverfisráðuneytið. Starfsstöðvar hennar eru tvær, önnur í fræðasetr- inu Búlandi í Neskaupstað en þar eru einnig til húsa Verkmenntaskóli Austurlands, Matís og Fiskistofa. Hin starfsstöðin er á Egilsstöðum í húsnæði Skógræktar ríkisins. Meginhlutverk stofunnar er að rann- saka náttúru Austurlands. Þar ber helst að nefna rannsóknir á íslenska hreindýrastofninum og á náttúru- fari, einkum gróðri og fuglum. Sem dæmi um verkefni má nefna gróður- kortlagningu og skráningu fugla og plantna vegna mats á umhverfisá- hrifum ýmissa framkvæmda, vökt- un á gróðri og öðrum umhverfis- þáttum vegna álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði, umsjón með sýningar- sal Náttúrugripasafnsins í Neskaup- stað og umsjón með Fólkvangi Nes- kaupstaðar. Síðast en ekki síst er eitt af hlutverkum stofunnar að fræða al- menning um náttúru Austurlands. Auk aðildar að fræðasetrinu Búlandi er stofan aðili að Þekkingar- neti Austurlands og samstarfsfélagi í þekkingarsetrinu Vonarlandi á Egilsstöðum. Starfsmenn Náttúrustofunnar eru átta í um fimm stöðugildum auk sumarstarfsfólks. í Neskaupstað eru fimm starfsmenn. Davíð Gíslason dýrafræðingur hefur verið forstöðu- maður stofunnar frá sumarbyrjun 2007 er hann tók við af Guðrúnu Á. Jónsdóttur plöntuvistfræðingi sem hafði stýrt stofunni frá stofnun hennar. Davíð hefur starfað í Kanada síðustu árin, að mestu við stofnerfðafræðirannsóknir og þá sér- staklega rannsóknir á afbrigðum og tegundamyndun bleikju í íslenskum vötnum. Áður starfaði hann hjá Haf- rannsóknastofnuninni við stofn- gerðarannsóknir á karfa og hrefnu- rannsóknir. Kristín Ágústsdóttir landfræðing- ur hefur starfað við stofuna síðan 1999. Hún sinnir rannsóknum á náttúrufari, gróðurkortlagningu og kortagerð í tengslum við mat á um- hverfisáhrifum ýmissa fram- kvæmda. Þá stjórnar Kristín um- hverfisvöktun vegna álvers Alcoa- Fjarðaáls í Reyðarfirði. 77

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.