Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 6
mun á þessum óskyldu plöntuflokkum. Ef fléttumar voru blaðkenndar eða hrúður- kenndar að vaxtarlagi voru þær þó oft fremur nefndar skófir en mosi. ■ INNRI BYGGING FLÉTTNA Ef við skerum þversneið gegnum grein á runnkenndri fléttu, eins og þeim sem fjallað er um hér á eftir, kemur í ljós að undir yfirborðslagi fléttunnar er grænn hringur en innst er hvítt miðlag eða allvítt holrúm. Þetta græna lag má oft greina með berum augum. Ef við skoðum sneiðina í smásjá (1. mynd) má greina að ysta barkarlagið er allþétt í sér og gert af smáum, þykkveggja frumum, sem í raun eru ummyndaðir sveppþræðir. Undir því kemur svo lausari vefnaður (miðlag) úr lítt ummynduðum sveppþráðum og er oft loftrými á milli þráðanna. Efst í þessu lagi eru margar hnöttóttar, fagurgrænar þörungafrumur. Oftast eru þær af ættkvíslinni Trebouxia, en sumar fléttur hafa þörunga af öðrum ættkvíslum grænþörunga eins og Trente- pohlia eða Coccomyxa. Hjá sterkbyggðum tléttum með uppréttu vaxtarlagi, t.d. af ættkvíslinni Cladonia, kemur oft þéttari stoðvefur eins og hólkur fyrir innan miðlagið og lykur um vítt holrúm í miðju greinarinnar. Hjá fléttum af ættkvíslinni Alectoria fyllir miðlagið holið að mestu eða öllu leyti. Hjá sumum fléttum er þör- ungalagið samfellt undir öllu yfirborðinu en t.d. hjá hreindýrakrókum er það ósam- fellt og því koma þörungarnir fram sem grænleitir blettir á greinunum, sem einkum eru áberandi þegar fléttan er blaut. Fléttur sem hanga niður úr trjám hafa þéttan stoðstreng í miðju greinarinnar og eru því vel sveigjanlegar og styrktar til að þola tog. Blaðfléttur hafa líka þétt barkarlag sem þekur allt efra borð fléttunnar. Barkarlagið er ýmist glært, einkum ef fléttan vex í skugga, eða með brúnum litarefnum ef fléttan vex á berangri í sterku ljósi. Brúnu 1. mynd. Þversnið gegnum grein af skolla- krœðu (Alectoria ochroleuca). Yst er þétt barkarlag, þar fyrir innan þörungalag og lausofið miðlag innst. litarefnin virðast hafa það hlutverk að verja þörungana fyrir of sterku ljósi. Barkarlagið er ætíð gegnsærra í vætu og skín þá grænn litur þörunganna vel í gegn. Sumar blaðfléttur eru því fagurgrænar blautar en gráar eða brúnleitar í þurrki. Margar blaðfléttur hafa einnig barkarlag á neðra borði, en t.d. á engjaskófum er lausofið miðlagið f beinni snertingu við mosann eða jarðlögin sem fléttan vex á. ■ nafngiftir fléttna Aðeins fáar íslenskar fléttur eiga sér íslensk nöfn. Örfá nöfn á fléttum lifa meðal almennings í dag, eins og t.d. hrein- dýramosi, fjallagrös og litunarskóf. Mikil- vægt er fyrir tunguna að varðveita sem best gömul íslensk nöfn, ef þau eru til, en jafnframt þarf að fullnægja kröfum nú- tímans um að allar íslenskar plöntur beri eitthvert nafn. Því þarf að búa til nöl'n á þær fléttur sem ekki hafa nöfn í íslensku máli, en það er vandasamt verk. Æskilegt er að þær fléttur sem tilheyra sömu ætt- kvísl, eru skyldar eða líkar að útliti, beri heiti sem vísa til skyldleikans. Þetta hafa menn gert t.d. með garðplöntur, þar sem t.d. plöntur af ættkvíslinni Veronica eru 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.