Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 14
10. mynd. Skollakræða (Alectoria ochroleucaj. Ljósm. Hörður Kristinsson. mergfylltar, ekki holar nema allra neðst þar sem þær eru gildastar. Skollakræðan vex oft í þéttum breiðum og litar vind- blásnar hæðir og hóla um norðanvert landið oft fagurlega gulhvítar. Hún verður oftast miklu meira áberandi í umhverfinu en hreindýrakrókarnir. Nafnið skollakræða er notað í Þingeyjar- sýslu en merking þess er ekki fullljós; það virðist bæði hafa verið notað yfir þessa tegund og melakræðu. Eggert Olafsson skrifar um tröllagrös og samkvæmt lýsing- unni virðist hann eiga við þessa tegund. Hann getur þess sérstaklega að stönglarnir séu óholir í samanburði við hreindýra- króka. í öðrum gömlum ritum hefur nafnið tröllagrös verið talið annað nafn á hrein- dýramosa. Þannig hefur notkun þessara nafna verið nokkuð á reiki. Skollakræðan hefur að mestu landræna útbreiðslu á Islandi. Hún er algengust á Norðausturlandi, t.d. í Mývatnssveit og í Eyjafirði, en nær allt vestur í Húnavatns- sýslu. Hún hefur ekki fundist á Suður- og Vesturlandi nema á nokkrum stöðum í næsta nágrenni Reykjavíkur. Þar er hún bæði á Setbergi við Hafnarfjörð, úti á Alftanesi og víðar. A Norðurlandi, þar sem skollakræðan er algengust, gengur hún í daglegu tali undir nafninu hreindýramosi. Nafnið virðist hafa flust yfir á þessa teg- und þar vegna þess hversu miklu meira áberandi hún er í umhverfinu en hrein- dýrakrókarnir. Flókakræða Alectoria sarmentosa ssp. vexillieera Þessi tegund (II. mynd) líkist fljótt á litið skollakræðu, að því undanskildu að hún er læpulegri, rnyndar oft langar flækjur sem liggja með jörðu á vindblásnum stöðum. Greinarnar eru lengri, þráðgrannar og sívalar í endann en oft útflattar og mjög breiðar neðantil. Grænsvarti liturinn er ekki bundinn við greinendana heldur er öll plantan með svarta flekki hér og hvar. Hún vex aldrei í jafn samfelldum breiðum og skollakræðan heldur þekur hún litla bletti eða einstakar þúfur. Utbreiðsla flókakræðu er ólík skolla- 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.