Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 20
Það sem er rangt að mínum dómi er bók- stafstrúin sem fylgir og býr til Stóra sann- leik. 12. Hver er hugmynd þín um ÞAÐ HVERNIG VIÐ EIGUM AÐ TAKAST Á VIÐ NÚVERANDl MENGUN, S.S. GRÓÐURHÚSAÁHRIF, SÚRT REGN, ÓSONLAGIÐ O. S. FRV. ? Ég held að mengun sé eðlileg. Allir eru á einu máli um að það þurfi sameiginlegt átak til að sporna við henni. Andstætt viðhorfum flestra tel ég að það sé einhver vonlaus barnaskapur í þessum vel meintu yfirlýsingum „við verðum að reyna að draga úr menguninni". í staðinn ættum við að reyna að skilja hvers vegna við eigum svona hrikalega erfitt með að vinna saman að þessum málum. Þessir erfiðleikar eru ekki eingöngu menningarlegt fyrirbæri eins og þeir halda sem lýsa þessum vel meintu skoðunum. Innst inni á þetta sér líffræði- lega skýringu sem er öllu auðveldara að skilja en að gangast við. Ég legg til að við reynum að skilja og viðurkenna að líffræði hegðunar okkar er enn á þróunarstigi og það tel ég nauðsynlega forsendu þess að við leysum mengunarvandann. Þegar það tekst eygi ég von um úrlausn. 13. Hvert finnst þér að HLUTVERK LISTA EIGI AÐ VERA í VESTRÆNNI SAM TÍMAM ENNINGU? Kannski bara eins og það er. Listin er nyt- samleg og vísindin líka. Og margt fleira, t.d. landbúnaður. Það sem mér fellur vel við að leggja stund á listina er að af öllum mögulegum starfsgreinum er hún síst skil- greind. Maður getur nánast gert hvað sem er sem listamaður. Það býður upp á þess- konar tilraunastarfsemi sem ég tel nytsam- lega. 14. Hverskonar líf mundir þú VILJA SJÁ Á NÆSTU ÖLD? Ég vildi sjá varðveitast eins mikið og hægt er af þeim lífsformum sem nú finnast. Ég elska dýr, plöntur, sveppi, gerla og menn. 15. Lítur þú á þíg sem hluta af NÁTTÚRUNNI? Tvímælalaust. Menningin er hluti af náttúr- unni, ekki eitthvað andstætt henni. 16. Hver er tilgangurinn með TILVERU ÞINNI? Þegar á heildina er litið er tilgangur lífsins sá sami fyrir allar lifandi verur: Að ílytja erfðavísa sína yfir til næstu kynslóða. Til þess erum við til. Það er enginn Guð og engin skynsemi. Aðeins eftirlíkingarlög- mál. Þetta lögmál hefur leyft meðvitund- inni að þróast hjá mönnum en meðvitundin hefur getað aðlagast og þróast. Og hún gerir það enn. Eigi að síður held ég að það sé kominn tími til að hætta þessari líkam- legu endursköpun, a.m.k. fyrir sum okkar. Ég mæli með endursköpun góðra hug- mynda. 17. Hvert er hlutverk MENNINGARINNAR (AFSKIPTA MANNSINS AF NÁTTÚRUNNl) í TENGSLUM VIÐ LÍFSANDÁNN? Lestu „Um mannlegt eðli“ eftir E.O. Wil- son. Hann á frábær svör við þessari spurn- ingu. 18. Hver er megintilgangur lífs OKKAR? Sjá 16. 19. Er Guð til? Nei. Sjá 16. 20. Hver er framtíð lífsins í ALHEIMINUM? Framvindan. 21. Hvert er eðli alheimsins? Ég veit það ekki. Kannski eðlisfræðin. 18

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.