Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 32
2. mynd. „Til eru jarðfrceðingar sem telja að jöklar hafi engan rofmátt, jafnvel að þeir verndi jarðlögin undir sér gegn rof- öflum. Þessir menn œttu að kynna sér íslenskar jökulár“ (lauslega endursagt lir Helland 1882b, bls. 223). Jökulsá á Fljótsdal. Ljósm. Leó Kristjáns- son 1965. þar vart á milli mála að um gossprungu sé að ræða, enda er kortið yfir tveir metrar á lengd en tæpir 11 cm á breidd. Eintak af því hefur lengi hangið uppi í stigagangi Jarðfræðahúss Háskóla Islands. Helland (1886, bls. 31-32) áætlaði að rúmmál hraunsins væri 27 km3. Það var mikil minnkun frá ágiskun sem meðal annarra Ch. Lyell og G. Bischof höfðu birt eftir eldri heimildum. Þeir Helland og Gísli póstur riðu síðan suður fyrir Vatnajökul og komu aftur til Seyðisfjarðar eftir 63 daga ferð. A ferðalagi sínu gerði Helland fyrstur manna athuganir á vatnsmagni og aurburði jökul- fljóta landsins og reit um það merkar greinar (Helland 1882b, 1883a, sjá Sigur- jón Rist 1956). Taldi hann greinilegt að rofmáttur skriðjökla og jökuláa væri mjög mikill, ekki síst í jökulhlaupum. Um þetta atriði höfðu skoðanir verið skiptar í Noregi (2. mynd). Einnig taldi Helland fnykinn af Jökulsá á Sólheimasandi vera af völdum jarðhita undir jöklinum en hafnaði eldri tilgátu um að fnykurinn ætti uppruna sinn í veðrun súlfíða úr bergi. ■ FREKARI SKRIF HELLANDS UM ÍSLAND Helland (1882a) ritaði síðan almenna grein, sem birtist í tveim hlutum, um landafræði og jarðfræði Islands. Fyrri hlutinn fjallar meðal annars um gabbró, hraunlagastaflann, ganga, eðli móbergs- myndunarinnar og útbreiðslu hennar, og súrar bergtegundir. Helland mun hafa orðið fyrstur til að finna gabbró í föstu bergi hérlendis, í Lóni austur, og færði hann í greininni rök fyrir því að þessi gabbrómyndun gæti verið eldri en blá- 30

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.