Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 36
Guðmundur Páll Ólafsson HLÝTUR VIÐURKENNINGU HAGÞENKIS 1995 Undanf'arin ár hefur Hagþenkir, sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi fræðistörf og samningu fræðirita og námsefnis. Sérstakt viðurkenningarráð, skipað fulltrúum ólfkra fræðigreina og kosið til tveggja ára í senn, ákveður hver viðurkenninguna hlýtur. Viðtakandi fær viðurkenningarskjal og fjárhæð sem er nú 300.000 kr. Viðurkcnningu Hagþenkis 1995 hlaut Guðmundur Páll Olafsson fyrir stórvirki sem birtist í þremur bókum sem út hafa komið á undanförnum níu árum. Þær eru Fuglar í náttúru Islands sem út kom 1987, Perlur í náttúru Islands frá 1990 og Ströndin í náttúru Islands sem út kom síðastliðið sumar. Bækurnar eru gefnar út af Máli og menningu og framleiddar í Prentsmiðjunni Odda. Fréttir \r I greinargerð Viðurkenningarráðs Hag- þenkis er fjallað um margþætta kosti og eiginleika bókanna þriggja, fræðilegt, fagurfræðilegt og uppeldislegt gildi þeirra. Þar segir m.a.: „Stórverkin þrjú eiga það sammerkt að listrænt auga hefur ráðið myndgerð og fræðilegur texti, alþýðufróðleikur og skáldskapur hjálpast að við að gera bæk- urnar að fjársjóðum.“ „Vinnubrögð höfundar eru athyglisverð því hann nær að flétta saman efni af marg- víslegum toga af miklu listfengi. Ur sam- spili texta sem fengnir eru úr ýmsum áttum verður mögnuð symfónía. Ljóð og þjóðfræði mynda samspil og leika undir við fræðilegan texta.“ „Við höfum fengið í hendur stórbrotin verk þar sem efninu er sýnd umhyggja og Guðmundur Páll Ólafsson tekur við viðurkenningunni úr hendi Hjalti Hugasonar for- manns Hagþenkis við athöfn sem fram fór í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 12. janúar sl. 34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.