Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 38
Skaðlegt pilluát Hinn 18. janúar sl. birtu rannsóknastofn- anir heilbrigðismála í Bandaríkjunum (Na- tional Institute of Health, NIH) skýrslu um áhrif neyslu A-vítamíns og betakarótens (sem líkaminn breytir í A-vftamín) á heilsu manna. Bæði þessi efni hafa verið talin vemda fólk gegn lungnakrabbameini. Skýrslan studdist við tvær rannsóknir. í annarri, sem hófst fyrir tólf árum, voru þátttakendur 22.071 bandarískur læknir, allt karlar. Hin rannsóknin, sem staðið hefur yfir í ein sjö ár, tók til 18.431 manns af báðum kynjum í áhættuhópum varðandi lungnakrabba, til dæmis vegna reykinga eða snertingar við asbest. I báðum rannsóknunum var þátttakend- um skipt í tvo hópa og fékk annar pillur með A-vítamíni og betakaróteni en hinn óvirkar töflur, eins í útliti. í síðari rannsókninni reyndist fólkið sem fékk þóknunarlyfið (óvirku töflurnar) betur sett en vítamínneytendurnir. I við- miðunarhópnum fengu 28% færri lungna- krabbamein en fólkið sem fékk vítamínið. Þar við bættist að dánartala af öllum orsökum var 17% hærri hjá vítamín- ætunum og af þeim létust 26% fleiri af hjarta- og æðasjúkdómum. Meðal læknanna, sem almennt voru ■. .........................................................................-................................... í/ Fréttir hraustari en fólkið í hinni rannsókninni, greindist ekki marktækur munur á heilsu- fari hópanna. Svipuð niðurstaða fékkst úr könnun á nærri 30.000 körlum í Finnlandi sem birt var 1994. Af þeim sem tóku betakaróten- töflur í fimm til átta ár fengu 18% fleiri lungnakrabba og dánartalan var 8% hærri en í viðmiðunarhópi sem fékk óvirkar pillur. Ekki þurfa menn samt að sneiða hjá ferskjum, gulrótum og öðrum karóten- ríkum fæðutegundum af heilsufarsástæð- um. Richard Klausner, forstöðumaður krabbameinsrannsóknastöðvar NIH, bend- ir á að fólk sem neytir mikils af beta- karóteni í grænmeti og ávöxtum virðist síður en aðrir síkjast af krabbameini og sér í lagi lungnakrabba. Þetta hefur einmitt orðið kveikjan að þeim könnunum sem hér hefur verið getið um. Að mati Klausners hljóta önnur og óþekkt næringarefni í náttúrlegu fæðunni að vinna með A- vítamíni gegn sjúkdómnum. The Economist, 338/7950 27.1.96 Örnólfur Thorlacius tók saman. 36

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.