Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 47
5. mynd. Efri myndin sýnir einfaldað likan af skjálftabeltinu á Suðurlandi. Norðan þess fœrist land til vesturs en sunnan þess færist land til austurs, skjálftabeltið verð- urfyrir vinstri skúfhreyfmgu. Þetta orsak- ast af því að núverandi tognunarbelti, Reykjanesskagi og eystra gosbelti, eru hliðruð. í staðinn fyrir að hreyfing verði um eina einfalda A-V misgengissprungu komafram norður-suður sprungur á um 25 km breiðu belti. Bókahilluhöggun á þessu sprungukerfi losar um þá spennu sem byggist upp vegna plötuhreyfinganna. Neðri mynd sýnir hvernig spildur milli norður-suður sprungnanna á Suðurlandi snúast líkt og bœkur í bókahillu. Snún- ingshraðinn, cp, er 2v/L, þar sem 2v eru plötuhreyfingar sem svœðið verður Jyrir og L er norður-suður breidd svœðisins. Fœrsluhraði á hverri sprungu, s, verður að jafnaði s=w(p þar sem w er fjarlægð milli sprungna. virkar í skjálftabeltinu á Suðurlandi virð- ast vera mjög ungar, þ.e.a.s. heildarfærsla á þessunt sprungum er lítil. Erfitt er þó að ákvarða hana nákvæmlega vegna þess hve óreglulegar sprungurnar eru á yfirborðinu. Heildarfærsla á níu sniðgengissprungum við norðurjaðar skjálftabeltisins á Suður- landi hefur þó verið mæld (Ágúst Guð- mundsson 1995). Reyndist heildarfærslan hvergi vera meiri en 15 metrar. Ef það á við um aðrar sprungur í skjálftabeltinu er ólíklegt að þær hafi verið virkar lengur en í nokkra tugi árþúsunda. Núverandi jarð- skorpuhreyfingar á Suðurlandi benda til um 0,5-5 mm/ár meðalfærslu á þessum sprungum. Það jafngildir 5-50 metrum á 10.000 árum, og því ætti heildarfærsla á hverri einstakri sprungu að nema meira en 15 metrum ef þær hefðu verið virkar lengur en í nokkra tugi árþúsunda. ■ SAMANTEKT Plötuhreyfingar og aflögun jarðskorpunnar á Suðurlandi hafa verið ákvarðaðar út frá GPS-landmælingum árin 1986, 1989 og 1992. Lítil innri aflögun er á svæðinu vest- an við vestra gosbeltið og á svæðinu við suðurenda eystra gosbeltisins. Mæling- arnar sýna að þessi svæði færast hvort frá öðru með hraða um 2,1 ±0,4 cm/ár í stefnu N116± 11 ° A. Skjáll'tabelti Suðurlands verður fyrir vinstri skúlbreyfingu sem leiðir til jarðskjálfta á norður-suður sprungum á Suðurlandi. Færsla yfir skjálftabeltið samsvarar um 85±15% af plötuhreyfingunum þannig að svæðið fyrir norðan skjálftabeltið færist f vestur með Norður-Ameríkuplötunni og svæðið fyrir sunnan jarðskjálftabeltið færist í austur með Evrasíuplötunni. Tognun jarðskorpu norðan skjálftabeltisins er um þessar mundir og hefur síðustu 1000 árin verið að mestu bundin við eystra gosbeltið en ekki það vestra. Þetta gildir hins vegar ekki ef litið er til lengri tíma, þá virðist tognun yfir vestra og eystra gliðnunarbeltið vera álíka mikil. Mikil skjálftavirkni á Suður- landi á sögulegum tíma er í góðu samræmi við þessar hugmyndir, þrátt fyrir litla heildarfærslu á jarðskjálftasprungunum. Hugsanlegt er að virkni í gliðnunarbelt- unum sé síbreytileg með tíma, stundum sé tognun yfir plötuskilin bundin við eystra gliðnunarbeltið eins og nú er en á öðrum tímum sé tognunin að mestu bundin við vestra beltið. Mismikið framboð á kviku í gliðnunarbeltunum gæti verið ástæðan fyrir þessari breytilegu virkni. Virkni í skjálftabelti Suðurlands er mjög háð því hvernig tognun yfir plötuskilin norðan við skjáftabeltið deilist milli vestra og eystra beltisins. Ef gliðnun verður í vestra gos- beltinu norðan Hengils er þannig líklegt að jarðskjálftavirkni á Suðurlandi færist norðar en nú er. ■ ÞAKKIR GPS-mælingar á Suðurlandi 1992 voru unnar í samvinnnu við Roger Billiant, Uni- versity of Colorado at Boulder, og hann tók jafnframt þátt í túlkun mælinganna. Mælingarnar voru styrktar af National Sci- ence Foundation, Bandaríkjunum, Rann- 45

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.