Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 49
Nýjustu fréttik af Galíleó Þann 7. desember sl. stakkst kanni geim- flaugarinnar Galíleós niður í lofthjúp reikistjörnunnar Júpíters. Fyrstu mæli- niðurstöður benda til að fyrri hugmyndir manna um gerð og eignileika lofthjúpsins hafi um margt verið rangar. Ferð kannans niður í lofthjúpinn gekk að óskum. Hraði hans varð mestur um 170.000 km/klst. Viðnám lofthjúpsins olli svo hröðun sem svarar til 230-faldrar þyngdarhröðunar við yfirborð jarðar. Af ókunnum orsökum hófust þó mælingar ekki fyrr en 53 sekúndum á eftir áætlun og þar með allmiklu neðar í lofthjúpnum en áætlað hafði verið. Sendingar kannans stóðu yfir í 57,6 mínútur og var hann þá kominn um 600 km niður í lofthjúpinn. Gögnin voru send upp til Galíleós sem ýmist skráði þau á segulband eða geymdi í innra minni sínu. Gögnin í minninu voru svo send til jarðar næstu daga á eftir en gögnin á bandinu verða fram á vor að berast til jarðar (sbr. Náttúrufræðingurinn 65, bls. 3). Frumniðurstöður mælinganna má telja þessar helstar: a) Mjög öflugt geislabelti er rétt ofan efstu laga lofthjúpsins. Þar nrældust afar orkumiklar helíumjónir, en ekki er enn vitað um uppruna þeirra. Þessar mælingar munu einnig gefa auknar upplýsingar um segulhvolf reikistjörn- unnar. b) Þéttleiki og hitastig efstu laga Fréttir lofthjúpsins reyndust mun hærri en búist var við, en neðar í hjúpnum sýndu mæling- arnar betra samræmi við væntingar. Þá reyndust loftlögin neðan skýjatoppanna (á um 100 km dýpi) mun vatnsminni en búist var við, auk þess sem iðustreymi reyndist mjög mikið þar niðri. Sér í lagi reyndust lóðréttir vindar (upp og niður) mun sterk- ari en reiknað var með, en það getur gefið vísbendingar um orkustreymið úr iðrum reikistjörnunnar. c) Engin þykk ský sáust frá kannanunr og reyndist „skyggni” því mun betra en búist var við, en það kann þó að skýrast að nokkru af lendingarstaðnum, sem virðist hafa verið fremur heiðskír. d) Verulega á óvart komu sterkir vindar, allt að 600 km/klst nánast óháðir dýpi. Þetta gæti bent til þess að vindar Júpíters orsakist ekki af hitaáhrifum sólar, né af þéttingu varnsgufu eins og gerist í lofthjúpi jarðar. Líklega er hér um að ræða hitann sem streymir úr iðrum Júpíters. í ljósi þessa er einsýnl að margvfslegar hugmyndir manna um gerð og eiginleika reikistjörnunnar Júpíters þarfnast endur- skoðunar. Mælingar Galíleós næstu tvö árin munu þar gegna lykilhlutverki, en l'ormlega lýkur leiðangrinum þann 7. desember 1997. Gunnlaugur Björnsson tók saman 47

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.