Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 4
er 76,4 m2, 7,22 x 10,58 m. Því er skipt niður á 57 fleka. Af þeim sýna 43 landið sjálft en 14 flekar sýna ein- göngu hafsvæði umhverfis landið til þess að fylla út í ferninginn. Flekarnir eru dálítið mismunandi að stærð en eru á bilinu 80-180 cm á kant. Meðal- flatarmál þeirra er um 1,35 m2 og þek- ur því hver þeirra tæpa 3000 km2 lands að meðaltali. Byrjað var að smíða líkanið í árs- byrjun 1985 og áætlað er að því muni ljúka í árslok 1990. Það er smíðað úr 1 mm þykkum pappa sem skorinn er út eftir hæðarlínunum á kortunum. Ein- stök pappaþynna stendur því fyrir hverja 20 hæðarmetra í landinu. Frá sjó og upp á topp Öræfajökuls eru því 106 þynnur í líkaninu. Þær eru límdar hver ofan á aðra með venjulegu tré- lími og heftar og negldar eftir þörfum. Pappablokkirnar eru festar á tréplötur sem skrúfaðar eru á álramma. Að þessu verki hafa unnið fjórir líkan- smiðir: Axel Helgason, Árni Hreiðar Árnason, Jónas Magnússon og Kristj- án Sigurðsson. Líkanið er síðan málað og það gerir Sigurður Pálsson, mál- arameistari. Líkanið er í eigu Reykjavíkurborg- ar og er fyrirhugað að það verði að jafnaði til sýnis á fyrstu hæð ráðhúss- ins við Tjörnina, í sal sem sérstaklega verður útbúinn fyrir það og tengist upplýsingaþjónustu sem rekin verður þarna fyrir borgarbúa og ferðamenn. Það verður hægt að aka því í geymslu undir gólfi í næsta sal ef nota þarf sýn- ingarsalinn til annarra hluta. Það er því strax í upphafi ætlunin að vel verði búið að þessu líkani og að það verði notað eftir þörfum. Þetta verður eng- inn sparigripur í felum nema á tylli- dögum, heldur gagnlegt þing aðgengi- legt til skoðunar, kennslu og rann- sókna. En hvaða gagn er að svona líkani og er það nokkuð notadrýgra en venjulegt landakort? Þessu verður ekki svarað með einföldu jái eða neii. Sumum mun svona gripur ugglaust gagnast mjög vel en öðrum lítið. Það er eins og gengur og fer eftir áhuga manna og viðfangsefnum. En á það má benda að hvergi er hérlendis hægt að ganga að svona stóru íslandskorti og virða það fyrir sér eða rannsaka, þó efnið í það hafi verið til í áratugi. Enn annað er það að líkanið sýnir landið í þrem víddum, sem flatt landa- kort gerir ekki. Mörgum gengur frek- ar illa að lesa af nákvæmni af flötum kortum og skynja ekki auðveldlega hæðarmismun landsins við slíkan lest- ur. Ef til vill er það ástæðan fyrir því hversu sein þjóðin hefur verið að taka þau kort sem til eru í almenna notk- un. Það er áberandi að hér á landi er mikið, og hefur verið lengi, gefið út af bókum og ritum um náttúru landsins og samskipti þjóðarinnar við náttúr- una í gegnum tíðina. Það heyrir samt frekar til undantekninga, ef reynt er að sýna atriði úr þessari umfjöllun á kortum, fyrr en nú á allra síðustu ár- um. Landakortin hafa samt verið til í áratugi. Fræðimönnum ýmiss konar mun án efa reynast þetta líkan gagnlegt. Á því er hægt að lesa hvern stærri drátt í landslaginu og bera saman á milli staða eða landshluta. Rof ísaldarjökl- anna á dala- og fjalllendi landsins er einkar skýrt á þessu líkani. Hryggja- og dalalandslag rekbeltanna kemur mjög glögglega fram, eins og sést á Tungnársvæðinu (l.mynd). Mismun- andi form og útlit eldstöðva kemur vel í ljós. Sem dæmi er sýndur Öræfajök- ull (2. mynd). Þær undirgreinar jarð- fræðinnar sem kallast ísaldarjarðfræði og höggunarfræði ættu því að geta haft mikið gagn af líkaninu, einkum til kennslu en ef til vill einnig til rann- 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.