Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 14
Tafla 4. Meðalefnasamsetning árvatns á ýmsum stöðum í mg/kg.
Average composition of river water from the continents and Iceland.
Efni ísland Afríka Norður- Ameríka Suður- Ameríka Asía Evrópa Eyjaálfa Jörðin
Si02 12,03 12,0 7,2 10,3 11,0 6,8 16,3 10,4
Na 9,12 3,8 6,45 3,3 6,6 3,15 7,0 5,15
K 0,53 1,4 1,5 1,0 1,55 1,05 1,05 1,3
Ca 4,03 5,25 20,1 6,3 16,6 24,2 15,0 13,4
Mg 1,57 2,15 4,9 1,4 4,3 5,2 3,8 3,35
hco3 35,4 26,7 71,4 24,4 66,2 80,1 65,1 52,0
so4 4,81 3,15 14,9 3,5 9,7 15,1 6,5 8,25
C1 5,18 3,35 7,0 4,1 7,6 4,65 5,9 5,75
Samtals 72,7 57,8 133,45 54,3 123,55 140,25 120,65 99,6
Meðalefnasamsetningin fyrir einstakar heimsálfur og Jörðina er frá Maybeck (1979).
Meðaltalið fyrir ísland er vegin meðalefnasamsetning Þjórsár, Ölfusár og Hvítár í Borg-
arfirði með hliðsjón af rennsli þeirra. Gögnin eru frá Halldóri Ármannssyni o.fl. (1973)
og Sigurjóni Rist (1974, 1986).
ur meðaltalinu fyrir meginlöndin.
Þrátt fyrir þetta er hraði efnarofs á ís-
landi a.m.k. tvisvar sinnum meiri en
meðaltalið fyrir meginlöndin (Tafla
2). Stafar það fyrst og fremst af hinum
mikla uppleysingarhraða glerkennds
basalts eins og nefnt var hér að ofan.
Mikil úrkoma, lítil uppgufun og ört
afrennsli veldur því að styrkur upp-
leystra efna í íslenskum fallvötnum er
tiltölulega lágur.
EFNAFRÆÐILEG EINKENNI
DRAGÁA, JÖKULÁA OG
LINDÁA
Vatnsföll á fslandi hafa verið flokk-
uð í dragár, lindár og jökulár (Guð-
mundur Kjartansson 1945). Efna-
fræðileg einkenni þessara áa eru dreg-
in saman í Töflu 5. Hvað varðar hita,
rennsli og styrk uppleystra efna eru
lindár mun stöðugri en dragár og jök-
ulár. Styrkur uppleystra efna í
jökulám og dragám er meiri að vetri
en sumri, þegar rennsli ánna er í lág-
marki. Styrkur uppleystra efna eykst
svolítið með auknum hita í lindám.
Styrkur uppleystra efna eykst ekki
með auknum aurburði í ám (1. mynd)
en svolítil aukning er á styrk upp-
leystra efna þegar mælt er niður eftir
vatnasviði ánna. Hlutþrýsingur (Tafla
1) koltvísýrlings (pC02) í ár- og lind-
arvatni er sýndur á 2. mynd. Þar sést
að hann er töluvert hærri í jökul- og
dragám en í andrúmsloftinu, en hins-
vegar lægri í lindum og lindám en í
andrúmsloftinu. Ef árvatnið væri í
jafnvægi við andrúmsloftið ætti hlut-
þrýstingur koltvísýrlings í því að vera
sá sami og í andrúmsloftinu, 0,0003
bör (10_3'5bör). Af ofangreindu leiðir
að lindárnar hafa því tilhneigingu til
að nema koltvísýrling úr andrúmsloft-
inu en jökul- og dragárnar að gefa frá
sér koltvísýrling. Hlutþrýstingur kol-
tvísýrlings í lindám kílómetrum neðan
upptaka er enn 10-100 sinnum lægri en
188