Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 17
getur náð mettun miðað við veðrunar- steindir eins og smektít, geislasteina og kalsít (sjá Töflu 5) en vatn jökuláa og dragáa er hins vegar mettað miðað við veðrunarsteindir eins og gibbsít og kaólínít. Lítil aukning í styrk uppleystra efna í árvatni er sjáanleg við það að ár renna um land sem var undir sjó við lok ísaldarinnar. Sjávarsöltin eru nú að mestu skoluð út úr þeim jarðlögum a.m.k. hið næsta árfarvegunum. Einfaldað líkan af efnaskiptum milli vatns og basalts er sýnt á 3. mynd. Slík efnaskipti fela í sér myndun veðr- unarsteinda samfara útskolun ýmissa efna og upptöku vatns. Við efnaskipt- in ganga H+ jónir inn í bergið en kat- jónir (jákvætt hlaðnar jónir) losna úr því. Fyrir hverja jákvæða hleðslu sem fer úr bergi í lausn, verður ein jákvæð hleðsla að fara úr vatni í berg, t.d. þegar ein Ca++ jón losnar úr bergi ganga tvær H+ jónir úr vatninu í berg- ið í staðinn. H+ jónirnar í vatninu koma frá klofnun kolsýru (H2CO°3) og kísilsýru (H^SiO^) er þær brotna niður (3. mynd). Kolsýran er upprunnin úr andrúmslofti, hún verður til við rotn- un lífrænna jurta og dýraleifa, og við öndun dýra og plantna. Kísilsýran er ættuð úr berginu, en kísill skolast hraðast allra efna út úr basalti (Sig- urður Gíslason 1985, Sigurður Gfsla- son og Eugster 1987a). 4. mynd sýnir hvernig styrkur upp- leystra efna vex með tíma í tilraun þar sem basalt er leyst upp í eimuðu vatni sem er alltaf mettað andrúmslofti (Sigurður Gíslason og Eugster 1987a). Efst á myndinni má sjá hvernig sýru- stig (pH) vatnsins, sem hvarfast við bergið, breytist með tíma. Sýrustigið rís snarlega frá upprunalega gildinu, 5,6 sem er jafnvægisgildi fyrir hreint vatn í jafnvægi við andrúmsloft við 25°C, en nær síðan stöðugu gildi við sýrustigið 7 - 7,5. Þetta stöðuga gildi er afleiðing af H+ upptöku bergsins og H+ framleiðslu samfara klofnun kol- sýru (H2COj) í bíkarbónat (HC03“). Um leið og kolsýran klofnar, bætist meiri kolsýra við úr andrúmsloftinu til að viðhalda efnajafnvæginu sem sýnt TÍMi 4. mynd. Myndin sýnir hvernig efnainni- hald vatns breytist með tíma í tilraunum, þegar loftmettað vatn hvarfast við basalt (Sigurður R. Gíslason og Eugster 1987a). Efnahvarfið á efri hluta myndar- innar sýnir hvernig H+ jónirnar myndast. The figure shows how aqueous solute concentrations increased in experiments where air-saturated water reacts with bas- alt (Gíslason & Eugster 1987'a). The chemical reaction shows the proton producer that controls the pH of the solu- tion. 191

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.