Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 21
aurburðar vex með auknu vatns-
rennsli, t.d. getur hann orðið geysi-
mikill í stórflóðum (Sigurjón Rist
1974) Hins vegar minnkar styrkur
uppleystra efna í flóðum. Stafar það
eflaust af hlutfallslega mikilli aukn-
ingu á vatni sem hefur lítinn dvalar-
tíma á vatnasviðinu og því stutt
samskipti við bergið. Ef athuguð eru
gögn um ár þar sem rennsli helst
óbreytt, en aurburður er mismikill, er
ekki að sjá að neitt samband sé á milli
styrks uppleystra efna og aurburðar-
magns.
SAMANTEKT
Hraði efnarofs á íslandi er a.m.k.
tvisvar sinnum meiri en á meginlönd-
unum. Þetta stafar fyrst og fremst af
tiltölulega mikilli úrkomu og afrennsli
og því hve glerkennt basalt, eins og
móberg, eldfjallaaska og gjallkargi,
leysist hratt upp miðað við ýmsar
bergmyndandi steindir. Efnafræði
lindáa er frábrugðin efnafræði dragáa
og jökuláa. Hiti, rennsli og styrkur
uppleystra efna er stöðugri í lindám
en í jökul- og dragám. Sýrustig dragáa
og jökuláa er í kringum 7-7,5 og
stjórnast af klofnun kolsýru í vatninu.
Sýrustig lindáa er um 8,5-9,5 og
stjórnast af klofnun kísilsýru á meðan
vatnið er neðanjarðar, en þegar vatn-
ið kemur í snertingu við andrúmsloft
getur sýrustig þess lækkað þegar kol-
tvísýrlingur úr andrúmsloftinu leysist
upp í því. Vegna tiltölulega stutts
dvalartíma vatns í ám á íslandi er tím-
inn til þessara efnaskipta í meginál
lindánna takmarkaður og getur valdið
því að hátt sýrustig (pH 8-9) helst
allt til ósa. Tíminn til efnaskipta milli
vatns og aurburðar er sömuleiðis það
stuttur að aurburður hefur ekki telj-
andi áhrif á styrk uppleystra efna í
dragám og jökulám.
ÞAKKIR
Málfríður K. Kristiansen, Sigurður
Jakobsson, Níels Óskarsson og Páll
Imsland veittu margvíslega aðstoð við
þessar rannsóknir og skrif. Vísinda-
sjóður íslendinga og Rannsóknarsjóð-
ur Háskóla íslands veittu fé til verks-
ins. Þessum aðilum viljum við þakka
góðan stuðning.
HEIMILDIR
Ario, J. 1985. Chemistry of cold ground-
water in the Langjökull volcanic zone.
Research report 8701. Nordic Volcano-
logical Institute, Reykjavík. 26 bls.
Bragi Árnason 1976. Groundwater syst-
ems in Iceland traced by deuterium.
Vísindafélag íslendinga, Rit 42. 236 bls.
Brutsaert, W. & H. J. Gerhard (ritstj.)
1984. Gas Transfer at Water Surfaces.
D Reidel Publishing Co., Dordrecht.
639 bls.
Cawley, J.L., R.C. Burruss & H. D. Hol-
land 1969. Chemical weathering in
central Iceland: An analog of Pre-Sil-
urian weathering. Science 165. 164-165.
Freysteinn Sigurðsson 1985. On the chem-
istry of fresh ground-water in Iceland.
Óbirt handrit, Orkustofnun, Reykjavík.
14 bls.
Garrels, R. M. & F. T. Mackenzie 1971.
Evolution of sedimentary rocks. IV. W
Norton, New York. 397 bls.
Guðmundur Kjartansson 1945. Vatnsfalla-
tegundir. Náttúrufrœðingurinn 15. 113-
126.
Guðmundur E. Sigvaldason 1963. Influ-
ence of geothermal activity on the
chemistry of three glacier rivers in
southern Iceland. Jökull 13. 10-17.
Guðmundur E. Sigvaldasson 1965. The
Grímsvötn thermal area. Chemical
analysis of jökulhlaup water. Jökull 15.
125-128.
Guttormur Sigbjarnarson 1972. Vatna-
fræði Þórisvatnssvæðisins. Orkustofn-
un, Raforkudeild, Reykjavík. 64 bls.
Hagstofa íslands 1984. Tölfræðihandbókin
1984. Reykjavík. 268 bls.
195