Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 30
urðu þó áður en yfir Iauk mikill minnihluti af verkum hans um ís- lenska jarðfræði. Rannsóknin á holu- fyllingunum leiddi hann inn í heilan heim af óþekktum fyrirbærum er varða gerð, myndun og eiginleika ís- lenska blágrýtislagastaflans í stórum og smáum atriðum. Um það skrifaði hann fjölda ritgerða og urðu þær til þess að opna fyrir íslenskum jarðvís- indamönnum nýja sýn í jarðfræði Is- lands. Þær kenndu þeim einnig skil- virka aðferð til þess að rannsaka hraunlagastaflann um allt land. Walk- er brúaði bilið á milli hinna frægu staða og gerði ísland að einu sam- hangandi landi í jarðfræðilegum skiln- ingi. Hann færði okkur aðferðir til þess að Ieysa basaltstaflann upp í ein- ingar og myndanir með ákveðnar gerðir og stærðir, sem eru skiljanlegar í ljósi þeirra jarðfræðilegu ferla sem við nú þekkjum að verki í landinu, á þeim svæðum sem eru virk. Hann sýndi einnig að jarðsaga landsins var samfelld og órofin og að ferlin, sem setja svip sinn á jarðlögin voru stans- laust að verki og voru í raun hlutar af sama heildarferli. Jarðsaga Islands einkenndist ekki af skeiðum og hlé- um, þar sem eitt ferli var að verki í einu en lá svo niðri uns eitthvert ann- að ferli tók við, í sama mæli og talið hafði verið. Almenn þróun hugmynda um jarð- fræði hafsbotnsins og þar með jarðar- innar allrar tók byltingarkenndum framförum um það bil sem Walker var að hætta reglubundnum heim- sóknum sínum til íslands. Hann var þó alls ekki hættur að vinna úr gögn- um sínum héðan eða skrifa um ís- lenska jarðfræði. Þessar nýju „hnatt- feðmu“ (glóbal) hugmyndir gjör- breyttu flestum hugmyndum um jarð- fræði íslands. Árið 1964 birtist grein eftir Gunnar Böðvarsson verkfræðing og Walker um ísland, sem var mjög í anda þessarar rísandi nýju heims- myndar. Þessi grein markaði nokkur tímamót og var vitnað ósleitilega í hana á þessum árum. Þar gerðu þeir grein fyrir því hvernig Island gliðnar fyrir áhrif gangainnskota og féll það mjög vel að hugmyndum manna um eðli hafsbotnsgliðnunarinnar. Árið eftir birtist grein eftir Walker (1965) um vitnisburð íslenskrar jarðfræði um landrek í heiminum. Uppgötvun Hospers varð undir- staðan að einum veigamesta þættinum í hafsbotnsjarðfræðinni, sem fór að líta ljós, er leið á sjöunda áratuginn, þ.e.a.s. segulræmurannsóknum og segultímatali. Vegna þeirrar staðgóðu þekkingar, sem Walker hafði aflað um jarðlagastaflann á Austfjörðum var fljótlega æskilegt að nota hann til rannsókna í segulfræðunum. Því var Walker hvattur til samvinnu við aðra vísindamenn um segulrannsóknir á Austfjörðum. Hann beitti ekki sjálfur segulstefnurannsóknum við kortlagn- ingu staflans, en hann átti þátt í að slíkar rannsóknir voru gerðar með góðum árangri og er meðhöfundur greina um þessi mál (m.a. Dagley o.fl. 1967, Watkins og Walker 1977). Síðan hafa aðferðir Walkers við kort- lagningu á basaltstaflanum og segul- stefnumælingar haldist hönd í hönd við könnun á hraunlagastaflanum, hvar sem er á landinu. Sameiginlega gefa þær bæði betri raun og ítarlegri vitneskju, en hvor um sig. Með Walker komu til íslands fjöl- margir breskir jarðfræðistúdentar sem unnu að rannsóknunum með honum og öfluðu sér gagna og efniviðar í prófverkefni sín við Lundúnaháskóla. Eru sumir þeirra fyrir löngu orðnir heimsfrægir í hópi jarðvísindamanna fyrir störf sín hér og erlendis. Walker sýndi fram á að í hraunlaga- 204

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.