Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 31
staflanum eru gamlar kulnaðar eld- stöðvar sem hafa verið afkastameiri en svæðið umhverfis þær á meðan þær voru virkar. Á ýmsan hátt svipar þeim til sumra eldstöðvanna á gosbeltunum sem eru virk í dag. Hann lýsti helstu eiginleikunum í jarðfræðilegri gerð þessara eldstöðva og ályktaði að þær væru sambærilegar við þær megineld- stöðvar sem nú eru virkar varðandi hegðun. Hann kallaði þær „central volcanoes“ sem á íslensku hefur verið þýtt með orðinu megineldstöðvar. Sú megineldstöð, sem hann lýsti fyrst af verulegri nákvæmni (1963) finnst í fjalllendinu inn af Berufirði og í inn- anverðum Breiðdal. Hún er kölluð Breiðdalseldstöðin og er hvað ein- kenni varðar eins konar fulltrúi þessa fyrirbæris og til hennar er gjarnan vitnað um samanburð. Hún er „locus typicus“ (hinn dæmigerði staður) fyrir þetta fyrirbæri, eins og það er kallað upp á latínu í jarðfræðimáli. Megin- eldstöðvarnar á Austurlandi eru nokkuð margar en misjafnlega gaml- ar. Inn á milli þeirra er jarðlagastafl- inn einfaldari að gerð. Upphleðslan þar virðist hafa verið hægari en stöð- ugri en í megineldstöðvunum, svo að lokum þá kaffærði hún megineld- stöðvarnar sjálfar eftir að þær kuln- uðu út. Líklega er grein Walkers um Breið- dalseldstöðina sú sem orðið hefur ís- lenskum jarðfræðingum notadrýgst af greinum hans, þó mikið sé enn vitnað í margar aðrar greinar hans. Hún lýsir almennri uppbyggingu staflans og helstu einkennum hans. Ein af fyrstu greinum hans um austfirska jarðfræði fjallaði um það hvernig geislasteina- tegundirnar mynda ákveðin belti í jarðlagastaflanum (1960). Hún hefur verið afar notadrjúg vegna þess að hún gefur okkur möguleika á því að leggja mat á það, hversu mikið hefur rofist ofan af jarðlagastaflanum og hversu mikið hann hefur hitnað upp eftir að hann myndaðist. Walker skrifaði einnig nokkrar greinar um aðra þætti íslenskrar jarð- fræði, en um almenna byggingu Aust- fjarðastaflans, bæði um afmörkuð svið og víðfeðmari hugmyndir. Flestar eru þær þó ritaðar eftir að hann var hætt- ur reglulegum sumarferðum sínum til Austfjarða. Af þessum ritsmíðum má, til þess að gefa yfirlit yfir fjölbreyti- leikann í viðfangsefnum hans, nefna grein um flikruberg í Austfjarðastafl- anum (1962), um ýmis sérkenni eld- virkninnar á kvarter á íslandi (1965), um það hvað stjórnar hegðun eldgosa á íslandi (1974), um hallandi sillu- sveima á Suðausturlandi (1975), um aukalandreksbelti á íslandi (1975) og um almenna landslagsþróun á Aust- fjörðum (1982). Margar greinar eftir lærisveina hans hafa einnig haft mikil áhrif. Þar má nefna sem dæmi greinar Carmichaels um bergfræði (1964) og steinafræði (1967) megineldstöðvarinnar í Þing- múla, sem á sínum tíma olli nánast straumhvörfum í bergfræðilegri þekk- ingu og hafði áhrif á bergfræðinga um allan heim. Einnig má nefna greinar Blakes um innskotin í Austurhorni (1966) og Álftafjarðareldstöðina (1970). Allmargar greinar hafa birst um ganga, innskot og hraun, sem gerð eru bæði úr súru og basísku bergi og sýna að mismunandi bergkvikur geta verið samtímis á ferð í jarðskorpunni á sama stað. Þar má nefna sem dæmi grein Gibsons og Walkers 1963. Þá má líka nefna greinar Jones um móbergið í Laugardalsfjöllum, einkum sam- bandið á milli stærðar og gerðar bólstranna og dýpis þess vatns eða þykktar íssins, sem yfir gosopinu var (1968 og 1969 og Jones og Nelson 1970). Greinar Walkers og lærisveina 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.