Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 42
skilningur á hugtakinu eldgos hafa kvikn-
að eftir lestur inngangskaflans? Og ætli
einhver hafi rekist á rammaklausu um eðli
jarðskjálfta á bls. 11? Ef öll hugtök sem
mætti skilgreina varðandi eldvirkni hefðu
verið í bókinni á formi eins og í síðustu
opnu íslandselda, hefðu þau skipt par
hundruðum.
Það er trúa höfundar að lestur bókar-
innar auki skilning á mörgum (alls ekki
öllum) hugtökum eldfjallafræði. Hugtökin
52 voru aðallega valin sem skyndibanki til
að fletta upp á þegar og ef fólk ræki í
vörðurnar, ekki sem tæmandi orðalisti
eldfjallafræðinnar.
3. Beinar athugasemdir við texta eru
fjölmargar í tilskrifi Páls. Rúmsins vegna
er aðeins hluta þeirra svarað hér. Páll seg-
ir: „Sprungur rifna ekki“ (í bókinni stend-
ur: rifna upp). Ekki það? Ef orðfátækt
knýr okkur til að rita orðin myndast og
verða til í síbylju verða alþýðleg fræðirit
ólesandi. Sprungur rifna svo sannarlega
upp og þær eru líka ristar í bergið rétt eins
og kvika bólgnar (þótt eiginlega séu loftteg-
undir að þenjast út) og fjöll rísa (þótt gos-
efnum sé raunar þeytt úr gosopinu og þau
hrúgast upp) - og þannig mætti áfram telja.
Páll segir: „Gosmyndanir jökulskeið-
anna urðu til úr kviku“ (en ekki úr gjósku
eins og höf. skrifar, aths. ATG). Það eru
fréttir. Er það grunnefnið sem skal standa
á bók? Rangt væri að segja sem svo að til-
tekið set hafi orðið til úr stoðgrindum þör-
unga. Páll teldi væntanlega hið rétta vera
einhver orðræða um kísil. Þessu held ég
að fáir kyngi. Auðvitað er jafngilt að segja
jökulskeiðagosmyndanir verða úr kviku
(sem reyndar er augljóst) og úr gjósku
(sem reyndar er gleggra).
Páll segir: „Eldstöðvar eru hvorki bas-
ískar né súrar, ekki einu sinni ísúrar“
[vegna töfluheitis (Gerðir basískra eld-
stöðva) sem reyndar er tekið úr grein Sig-
urðar Þórarinssonar í Náttúru Islands og
er líka í Jökli nr. 33]. Er það svo? Dóló-
mítísk fellingafjöll eru til dæmis nefnd til
jarðsögunnar þótt dólómít eigi við bergið í
þeim. Súri gangurinn við Streiti, austur, er
svo kallaður þótt hugtakið „súr“ eigi
strangt tiltekið við bergtegundina sem
hann er úr.
Páll segir að brotalína sé ekki til sem
hugtak nema á kortum. I náttúrunni heitir
slíkt brot. Þetta er rangt. Eg veit að hug-
takið tectonic lineation á ensku er notað
um fyrirbæri í náttúrunni. Pað er brotalína
á íslensku. Og í Jarðfræði eftir Þorleif Ein-
arsson er undirkafli um brotalínur. I tíma-
ritinu Jökli (nr. 37) er brotalína notuð eins
og í Islandseldum í ágripi greinar eftir
Stefán Arnórsson og fleiri. Athugasemdin
er óhæf.
Páll segir hraunstíflur ekki geta tæmst
því stíflan sé stíflugarðurinn en ekki geym-
irinn á bak við. Mín málvenja er andstæð
og ég veit að svo er um fleiri. Stífla getur
gilt um hvoru tveggja. Páll segir að súr
dasítkvika sé klúðurslegt orðalag. Megi
menn míga í saltan sjó þá má skrifa um
súrar dasítkvikur, þó ekki væri nema til
þess að minna leikmanninn meðal lesenda
á að dasít er heiti á súru bergi.
Páll snýr út úr orðunum sveiflukennd
skjálftavirkni með því að benda á að jarð-
skjálftar séu sveiflur „. . . sveiflukennd
sveifluvirkni.11 - ritar Páll og leynir lítt
háðstóninum. En hér ruglar Páll saman
mekanískum sveiflum (í efni) og períóðum
(sveiflum í tíma) og er athugasemd hans
markleysan ein. Allt eiga þetta að vera
dæmi um hrákasmíði höfundar.
Páll Imsland fellir líka dóma um hugtök
eins og jarðvirkni (sem er gegnsætt hugtak
og merkir jarðfræðileg ferli) og plötu-
skriðsrein (sem er tilbrigði við sprungu-
þyrpingu þar sem landrek fer fram). Mín
reynsla segir óþarft að nota ávallt aðeins
eitt hugtak yfir tiltekið fyrirbæri heldur sé
málbætandi að nota dálítið fjölbreytt orða-
lag og þá orð sem eru gegnsæ og ekki þarf
að skilgreina. Máni og tungl, hraun,
brunaelfur, blossamóða, eldfljót og gígur,
eldvarp og gosop og sprungusveimur,
sprunguþyrping og sprungurein; allt eru
þetta bætandi orð og geta gert skrif um
jarðfræði að ritum með svolitlum stíl.
Páll telur sig ekki skilja hvað hugtakið
hraði hafi að gera með þá staðreynd að
hitastig eða bræðslumark hækkar mishratt
með auknu dýpi. Hugtakið hraði er bœði
notað til að tjá þá vegalengd sem lögð er
að baki á tímaeiningu (t.d. hraði bíls) og
ýmsar eðlis- eða efnafræðilegar breyting-
216