Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 43
ar. Þannig er t.d. talað um hraða efna- hvarfa og hraða þrýstings- og hitabreyt- inga. Spurningin: Hve hratt fellur hitastig með hæðinni, í 500-1000 metra hæð? - er góð og gild. Vissulega eru fáeinar athugasemdir Páls fyllilega réttmætar. Þeirra verður þó ekki getið hér en ábendingarnar þakkaðar. 4. Faglegar missagnir finnur Páll líka. Ekki neita ég tilvist slíkra villna og skrifast þær á reikning höfundar. Töluverð tíma- pressa truflaði fínpússun ritsins skömmu fyrir jól; en það er eins konar þjóðarkvilli íslenskrar bókaútgáfu. Dæmi Páls eru þó ekki hittin. Þegar höfundur ræðir um ísöldina sem nefnist oft pleistósen kemur hann að því að minnast á plíó-pleistósen og segir það hugtak vera nákvæmara heiti á tímanum (ísöldinni) því víðtæk jöklun hafi hafist fyrr á norðurhjaranum en sú meðaltalstala segir til um sem notuð er til að skilja milli tertíers og kvarters. Páll segir rangt að nota plíó-pleistósen sem heiti á ísöldina af því það sé ekki til sem tímaeining í jarð- sögunni. Rétt er það en textinn sýnir ljós- lega að höfundur notar umrætt hugtak að- eins sem merkimiða á upphaf árabils þar sem jarðmyndanir sýna merki víðtækrar jöklunar fyrr en hin klassíska (en þó um- deilda) skipting gerir (hugtakið er notað um tímann frá því fyrir 3,0 milljónum ára þar til fyrir 0,7 milljónum ára). Höfundur er ekki einn þeirra sem er handviss um að möttulstrókar séu kyrr- stæðir í möttli jarðar í allt að hundrað milljón ár. Þess vegna leyfir hann sér að sýna þann vafa í texta með því að tæpa á báðum möguleikunum; að strókurinn geti bifast og að plötur reki yfir kyrrstæðan strók. Ahrifin eru reyndar þau sömu. Þessu vill Páll ekki una. Um það er ekkert að segja en fagleg missögn er það varla. Páll segir setninguna: „Nokkrar kristalteg- undir (steindir, steintegundir) og dálítið af gleri mynda . . . bergtegund" (bls. 13, ATG) valda ruglingi frumhugtakanna steindar og kristals. Hér er hugtakið steind sett í sviga aftan við hugtakið kristaltegundir (ath. hér er ekki verið að fjalla um kristalgerðir) til að minna á að um aðgreindar steindir sé að ræða. Auð- vitað er ekki sagt með þessu að steind og kristall sé ávallt hið sama. í setningunni á undan er gerð dálítil grein fyrir gleri og einnig í setningunni á eftir er vísað til all- nákvæmrar lýsingar á storknun basalts, bæði kristallaðra og ókristallaðra hluta þess. Skilningur lesandans á muninum á bergtegund og steind, kristal og gleri ætti að vera til í nægilegum mæli eftir lestur allra málsgreinanna. Höfundur veit sannarlega að togspenna nær hámarki augnabliki áður en sprungur opnast. En ef öll setningin sem Páll fettir fingur út í („Kvikuþrýstingur hækkar í hólfinu, togspenna vegna reksins vex og sprungur opnast.“) er skoðuð sést að hér er ekki verið að rekja viðstöðulaust or- sakasamhengi, heldur nokkra aðskilda at- burði í mun flóknara ferli. Úr því er vilj- andi sleppt nokkrum atriðum því það er ekki hægt að rekja alla tektóníska þætti í stuttum inngangskafla, og ekki ástæða til eðli ritsins samkvæmt. Páll Imsland segir þessa síðustu athuga- semd sína hártogun og að víða megi hár- toga málsgreinar í inngangskaflanum. Þó það nú væri. En forsenda hártogana af Páls hálfu er þessi afstaða hans: „En al- þýðlegt fræðirit, engu síður en vísindarit- gerð, á að mínu mati að vera svo skýrt orðað og hugsuð að hártogun verði ekki komið við“ (bls. 46, PI). Þessi krafa er fyllilega óraunsæ og setur raunar flestar athugasemdir Páls, sem ég hef reynt að svara hér, í sitt rétta Ijós. Rit eins og íslandseldar standast ekki kröfu sem þessa þó ekki væri nema vegna þess að þar eru flókin atriði oft einfölduð. Svo er það staðreynd að þekking leikmanns á jarðfræði verður til úr brotum þar sem þekkingarferlið sveiflast á milli þess al- menna og einfaldaða og þess sértæka og nákvæma; á milli yfirborðslegrar umfjöll- unar og nákvæmra útlistana sem standast hártoganir. Páll er á öðru máli og gerir slíkar kröfur til alþýðufræðslu að í stað móttækilegrar fræðslu yrði til yfirþyrm- andi og fráhrindandi þekkingarmiðlun, væri farið að hugmyndum hans. 217

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.