Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 44
ELDSTÖÐVAKERFI OG GOSBELTI Páll Imsland er hvorki sáttur við útskýr- ingar höfundar á hugtakinu eldstöðvakerfi né notkun þess. Það er efni í sjálfstæða grein að ræða þessi atriði (og hugmyndina um kvikuhlaup) þannig að bragð verði að. Ég get aðeins leiðrétt nokkurn misskilning Páls hér. Páll tilfærir þrjár vísanir í texta höfund- ar um eldstöðvakerfi en sleppir öðru sem fylla kynni myndina frekar. Hann segir til- raunir höfundar til útskýringa „frekar ófullkomnar" (bls. 47, PI) án þess að skýra af hverju, utan þess að hann rökfær- ir gegn hugtakinu aflsmiðja eða miðja („. . . aflsmiðja þeirra er oft megineldstöð með kvikuþró" skrifar höfundur á bls. 5 í íslandseldum). Páll ýjar að því að höfundi sé hlutverk þessarar miðju ekki ljóst og að það þvælist óútskýrt um alla bók. Ekki er nú einasta rangt að miðjuhugtakið sé ó- skýrt heldur er hér komið hugtak úr er- lendum fræðiritum þar sem „volcanic centre“ eða bara „centre" er stundum not- að, enda merking þess skýr. Hér er um miðjuvíV/cm' að ræða en hún á jafnan lítið skylt við rúmfræðilega eða kraftfræðilega miðju rétt eins og þá rætt er um miðstöð verslunar eða miðju hveravirkni. Slíkt miðjuhugtak er lesendum skiljanlegt þvf það er ávallt tengt hugtökum eins og kvikuþró eða megineldstöð. Auk þess er það bæði gegnsæ og liðleg samlíking. Páll Imsland segir ennfremur að höf- undur haldi því fram að hugtakið eld- stöðvakerfi eigi sérlegan uppruna sinn að rekja til Kröfluelda og ritar svo langt mál um forsögu þess. Hér er skotið yfir markið því á bls. 8 (ATG) stendur orðrétt: „Byrj- að er á að lýsa eldstöðvakerfinu sem varð öðrum fremur til þess að hugtakið eld- stöðvakerfi og ýmis konar ferli í eld- stöðvakerfum kom fram með fullum þunga í íslenskri jarðfræði fyrir rúmum áratug eða svo.“ Að koma með fullum þunga er varla skiljanlegt sem svo að hug- takið eigi sér sérlegan uppruna í Kröflu- eldum. Höfundi er fullkunnugt um bak- grunn hugtaksins eins og Páll rekur hann. Páll segir loks að höfundur viti lítið um þróun eldstöðvakerfa og hafi tilhneigingu til þess að alhæfa sem svo að öll kerfi landsins séu eins, hagi sér eins og séu öll á sama stigi þróunar og að jafn mikið sé vit- að um þau öll. Petta eru fáránlegar hug- myndir og ekki læsum manni ætlandi. Raunar eru þær ekki rökstuddar af Páls hálfu. Samkvæmt lauslegri athugun er greinilega allt annað uppi á teningnum þegar bókinni er flett en þó varðar mestu að kaflarnir lýsa einmitt glögglega hve ólík íslensku eldstöðvakerfin eru innbyrðis; út- lit, berggerðir, aldur, hegðan o.s.frv. og þá er líka augljóst að þekking okkar á kerfunum er afar mismikil, rétt eins og sagt er í sumum köflunum. Sú staðreynd að sumar stakar, þekktar eldstöðvar fá fremur litla umfjöllun stafar ekki af fast- heldni á að lýsa eldvirkni, innan ramma kerfa, heldur er hún í samræmi við síðu- fjölda bókarinnar og tilgang hennar. Pá hefur notkun hugmyndarinnar um eld- stöðvakerfi ekkert að gera með samsömun ólíkra eldstöðva eða gossvæða eða sprungukerfa. Þessi notkun eða bókin sjálf gefa ekkert tilefni til neyðarlegra spurn- inga á borð við þessa: „Hvað er t.d. líkt með Snæfellsjökli eða Kröflu?" (bls. 48, PI). Það er hrein ímyndun Páls Imslands að bókin gefi til kynna að eldstöðvakerfi séu svo mjög lík innbyrðis. Það er einnig ímyndun hans að bókin skili ekki fjöl- breytileika íslenskra eldstöðva. Páll er ósáttur við notkun höfundar á hugtökunum gosbelti og rekbelti (þau fyrrnefndu eru reklaus). Um þessi atriði og reyndar önnur líka hefur ekki enn verið gert samkomulag meðal íslenskra jarð- fræðinga. Gagnrýnin er ekki byggð á við- urkenndri hefð eða samþykktum staðli. Höfundur valdi að tala um eldvirka svæð- ið á Islandi sem öll gossvæði í heild en skipti þeim síðan í skýrt skilgreind (bls. 10, ATG) rekbelti og gosbelti. Þetta má vel verja eins og flest önnur afbrigði sem sjást í íslenskum jarðfræðiritum. Hins vegar á gagnrýni Páls á skyndilega birtingu hug- taksins hliðargosbelti í textanum (án skil- greiningar) fyllilega rétt á sér. Athugasemdir Páls við litla umfjöllun um gos undir jökli eða í sjó eru undarlegar því heilu kaflahlutarnir sinna þessu efni þegar úr inngangskafla er komið. Að gjóskufræðin fái lítið rúm er rétt - aðeins 218

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.