Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 46
meö öllu) og er enginn vandi aö greina þar á milli. Töflurnar þjóna þeim tilgangi að vera fróðleiksbanki um eldgos sem vitað er um og eins þau sem á einhvern ólíkan máta hafa verið tengd röngum eldstöðvum eða voru aðeins merki um önnur náttúru- fyrirbæri eða með öðrum orðum ekki raunveruleg gos. Öruggu gosin er enginn vandi að tína út úr vilji menn nota töflurn- ar sem heimild. Páli finnst hann knúinn til að skrifa sem svo: „Að sjálfsögðu eru öll eldgos hugsan- leg (svo!) . . . Mig hefur meira að segja dreymt slík eldgos (svo!) . . . Það er í fyllsta máta réttmætt að spyrja hvaða er- indi hugarburður og sögusagnir eigi í al- þýðlegt fræðirit um eldfjallasögu" (bls. 53, PI). Langsótt er hugarflugið. Og hver veit nema eitthvað af „sögusögnunum" sem Páll hefur áhyggjur af sýni sig að hafa ver- ið raunveruleg gos þegar frekari rann- sóknir koma til. Hlaup í Djúpá og ógreint sýni af ösku í ískjarna úr Bárðarbungu frá svipuðum tíma eða frásagnir um „eld ofan Síðu“ eða gjóskulag með tiltekinni sam- setningu og samtíma hlaup í Jökulsá á Fjöllum eða frásögn sjónarvotta um gos út af Reykjanesi eru ekki hugarburður eða sögusagnir heldur óviss heimild eða ákveðin ábending um eldgos sem vissulega á heima í riti um eldfjallasögu (sem Páll fer reyndar allt í einu að kalla svo í um- ræddum setningum). Páll segir sem svo að ímyndað gos sé ekki íslandseldur. Nei, þó það nú væri. Enda eru athugasemdir um gildi heimilda í töflunum eins og áður greinir. Páll Imsland telur það ókost að ekki sjá- ist hvað sé höfundar og hvað annarra vegna þeirrar ákvörðunar að nota ekki venjulega heimildaupptalningu inni í texta aftan við hverja skoðun, staðhæfingu, kenningu eða útskýringu sem ekki er höfundar (þá sjaldan hann viðrar slíkt er þess getið sérstaklega). í alþýðlegum fræðiritum er oftar en ekki farið að eins og í Islandseldum og í flestum kennslu- bókum er þetta regla. Tilvitnanirnar hefðu skipt mörgum hundruðum og gert knapp- an texta ritsins ólæsilegan með öllu. Páll er að tala um nokkurra binda yfirlitsverk um íslenska eldvirkni og rannsóknar- sögu hennar. Það verk væri þarft að þrykkja. Höfundur tekur örsjaldan afstöðu í um- deildum málum og getur þess þá en auð- vitað eru missagnir og gallar á hans ábyrgð eins og Páll endurtekur eftir höfundi sjálf- um úr formálanum. Eina dæmið sem Páll tilfærir um tilhneigingu höfundar til að taka afstöðu í umdeildum málum fellur um sjálft sig. I klausu um hraunið úr Eld- borg austan Vífilsfells segir höfundur að þarna sé líklega komið Kristintökuhraun og síðan að gátan um það virðist vera leyst. Verst er að sjá að Páll ýjar að því að höfundur opinberi skoðanir starfsbræðr- anna sem ekki hafi áður verið fram settar. Engin dæmi nefnir hann þó. Þetta er rangt. í einu tilviki fékk höfundur lánað handrit að óbirtri grein með fullu sam- þykki höfundar og á tveimur stöðum er vísað til munnlegra upplýsinga um nýjar niðurstöður. Annað er ekki um að ræða. AÐ LOKUM Höfundur Islandselda gerir ekki beinar athugasemdir við niðurstöður Páls Ims- lands. Það verða lesendur að gera ef svo ber undir. Það tók þrjú ár og vel það að semja bókina og þá tvisvar. Margir lásu yf- ir efnið eða gáfu ábendingar. Handritið var margyfirlesið m.a. af íslenskum mál- vísindamanni. Allt þetta hefur komið fram við kynningu bókarinnar og sumt stendur svart á hvítu í formálanum. Ekkert gefur tilefni til orða um lítt hæfa ráðgjafa, skort á yfirlegu, að þetta eða hitt hafi verið unn- ið í hasti eða þá til frasa á borð við blaða- mennskustíl eða einhver ótilgreind áhuga- mál höfundar eða áhugaleysi á ákveðnum atriðum eða þá til margtugginna Gróu- sagna um einhverja eiginleika eða áhlaup höfundar sem eiga að fæða af sér heilar bækur á mettíma. Páll á að leyfa sér að vera ósammála stfl, orðanotkun, efnistök- um og markmiðum bókarinnar en segja sem minnst um það sem hann veit ekkert um. Það er frumskylda hvers gagnrýnanda að fjalla um bókina sem hann skoðar fyrst og fremst á þeim forsendum sem höfundur gefur sér (þó oft séu þær ekki skýrt til- 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.