Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 49
Póra Ellen Þórhallsdóttir Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag fyrir árið 1987 FÉLAGAR í árslok 1987 voru skráðir félagar og kaupendur að N áttúrufræðingnum alls 1835 og skiptust þannig að heiðursfélagar voru 4, kjörfélagar 4 og ævifélagar 31. Al- mennir félagar voru alls 1602 innanlands. Félagar og stofnanir erlendis voru 70 en 124 stofnanir innanlands keyptu Náttúru- fræðinginn. Á árinu fjölgaði því félagsmönnum um 32, sem er nánast sama fjölgun og varð frá 1985-86 (31). STJÓRN OG STARFSMENN Stjórn Fíins íslenska náttúrufræðifélags var þannig skipuð: formaður var Þóra Ellen Þórhallsdóttir, varaformaður Hregg- viður Norðdahl, gjaldkeri Ingólfur Einars- son, ritari Eva G. Þorvaldsdóttir og með- stjórnandi Ingibjörg Kaldal. 1 varastjórn sátu Einar Egilsson og Gyða Helgadóttir. Haustið 1987 fór Eva Þorvaldsdóttir til náms erlendis og tók þá Gyða Helgadóttir við starfi ritara. Stjórnin færir Evu þakkir fyrir góð störf í þágu félagsins og ágætt samstarf. Endurskoðendur voru Magnús Árnason og Sveinn Ólafsson en varaend- urskoðandi Þór Jakobsson. Ritstjóri Nátt- úrufræðingsins var Árni Einarsson. Erling Ólafsson sá áfram um félagatalið og inn- heimtu og dreifingu Náttúrufræðingsins. Sigurður H. Richter var fulltrúi félags- ins í dýraverndarnefnd og var hann end- urskipaður í janúar 1988. í fuglafriðunar- nefnd sat af hálfu félagsins Agnar Ingólfs- son. í stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar sátu Guðmundur Eggertsson, formaður, Ingólfur Davíðsson og Sól- mundur Einarsson sem var ritari. Vara- maður var Óskar Ingimarsson. Einar Egilsson var oddviti áhugahóps um bygg- ingu náttúrufræðihúss. Fulltrúi félagsins á aðalfundi Landverndar var Hlynur Ósk- arsson. Fulltrúi félagsins á Náttúruvernd- arþingi var Snorri Baldursson en til vara Skúli Skúlason. Einar Egilsson var ráðinn starfsmaður félagsins í alls tvo mánuði (hálft starf frá maí til ágúst). Hann sá um að auglýsa ferðir og skráningu þátttakenda í ferðir og á námskeið og ýmiss konar undirbúning fyrir ferðirnar. Auk þess sá hann um dreif- ingu á veggspjöldum félagsins. Á árinu voru haldnir 7 stjórnarfundir og auk þeirra einn fundur með afmælisnefnd félagsins, en hún á að vera stjórninni til aðstoðar um undirbúning aldarafmælisins árið 1989. Alls urðu fundirnir því 8. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði- félags fyrir árið 1987 var haldinn laugar- daginn 20. febrúar 1988 í stofu 201 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Fundarstjóri var kjörinn Jórunn Erla Eyfjörð og fund- arritari Bryndís Brandsdóttir. Formaður flutti skýrslu um starfsemi fé- lagsins árið 1987. Gjaldkeri gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum og voru þeir samþykktir. Síðan var gengið til kosn- Náttúrufræðingurinn 58 (4), bls. 223-232, 1988. 223

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.