Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 3
Náttúrufr. — 34. árgarigur — 2. hefti — 49.-96. siða — Reykjavík, júlí 1964
Steindór Steindórsson frá Hlöðum:
Um ísaldarplöntur
i.
ÍSALÐARPLÖNTUR VIÐ EYJAFJÖRÐ
í ritgerðinni „Gn the Age and Immigration of the Icelandic
Flora“ 1962, færði ég líkur fyrir því, að á jökultíma hefðu verið
auð svæði á nokkrum stöðum hér á landi, og að þar liefðu ýmsar
plöntutegundir haldið velli í hörkum þess tíma. Forsendurnar
voru útbreiðsla þessara tegunda, sem virtust þyrpast saman á nokk-
ur, alls 6, svæði. Á svæðum þessum mega sumar þessara tegunda
kallast algengar, en linnast naumast eða alls ekki utan þeirra. Lands-
lagi á þessum svæðum er svo háttað, að jarðfræðingar töldu það
benda til þess möguleika að fjöll og fjallgarðar og nokkuð niður
eftir hlíðum hefði getað staðið upp úr jökulbreiðu ísaldarinnar,
þótt jöklar hefðu skriðið þar út dali og firði. Fundarstaðir áður
nefndra plantna utan þessara miðsvæða, sem ég nefndi svo, voru
að öllum jafnaði á eða í námunda við einstök fjöll og tinda, sem
ekki sýndist fráleitt, að hefðu getað staðið upp úr jökulbreiðunni.
Niðurstaða athugana á þessu varð því sú, að áður nefndar mið-
svæðaplöntur hefðu vaxið í landinu síðan fyrir jökultíma, og bor-
i/,t til þess, rneðan jrað annaðtveggja var í landtengslum við megin-
landið, eða a. m. k. jrað miklu stærra en nú, að flutningar plantna
til landsins hefðu verið stórum mun greiðari en verið hefur eftir
að jökultíma lauk. Tegundir jressar hefðu einangrast á umræddum
svæðum og ekki náð að breiðast út síðan að nokkru ráði, nema
um næsta nágrenni sitt. Það, sem einnig styður jressa skoðun, er
að margar jjessara plantna eru harðgerðar tegundir, sem líkur eru