Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 17
NÁTTÚRUFUÆÐINGURINN 63 með eða móti. En geta má þess, í þessu sambandi, að ég hefi fundið hvítstör uppi á Þórðarhöfða í Skagafirði, en ætla má að hann hafi verið jökullaus á síðasta jökulskeiði. Þrjár tegundir, fjallakobbi (Erigeron unijlorus), ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum) og lauka- steinbrjótur (Saxifraga cernua), eru svo dreifðar um allt héraðið, að ekkert verður ráðið um afstöðu þeirra til eyjasvæðanna. Tvær hinar síðarnefndu vaxa niður undir sjó, og eru ekki hátt til fjalla. Litunarjafni (Lycopodium alpinum) virðist einkum algengur um norðanvert héraðið inn til Höfðahverfis og Mi'iðruvalla. Minnir út- breiðslusvæði lians nokkuð á sumar láglendistegundir, sem greini- lega eru útbreiddari um ytri sveitir héraðsins. Loks eru fjórar teg- undir, fjallanóra (Minuartia biflora), tröllastakkur (Pedicularis flammea), jöklasóley (Ranunculus glacialis) og dvergsóley (R. pyg- rnaeus), sem að vísu eru taldar um allt héraðið, en tala tilgreindra fundarstaða bendir þó ótvírætt i þá átt, að þær séu miklu algeng- astar á eyjunum. Þegar vér þannig lítum á fjallaplönturnar sem heild, dylst ekki að þær eru fyrst og fremst tengdar við jökuleyjarnar, og virðist þá ekki önnur skýring líklegri, en þarna hafi þær verið staðbundnar frá þeim tíma að svæði þessi einangruðust. Ef þær hefðu flutzt til héraðsins eftir að alla jökla leysti af því, er að minnsta kosti erfitt að finna, hversvegna þær hefðu einmitt sezt að á þessum fjallatind- um en ekki öðrum, jrví að plöntur, sem komizt liefðu yfir íslands haf hvort heldur svífandi í loíti, með fuglum eða flotið á sjó, hefðu átt að vera býsna fljótar að dreifast um ekki stærra svæði en fjall- lendið við Eyjafjörð. Mér virðist jrví útbreiðsla fjallaplantnanna, vera hin ákjósanlegasta sönnun fyrir vetrarstöðu plantna á ísöld. b. Láglendisplöntur. Meginútbreiðsla fyrir neðan 300 m. hæð. 1. Maríuvöttur (Alchemilla faeroénsis). 3 Nípá í Köldukinn. E 1. 2. Fjöllaufungur (Athyrium filix femina). Svarfaðardalur á I st. Botn Héðinsfjarðar. U 2. 3. Mánajurt (Botrychium boreale). 1 Grímsnes. 14 Klængshóll. I(i Reistará. Utan eyja: Kvíabekkur, Þóroddsstaðir 200 m. E 3. U 2. 4. Lensutungljurt (B. lanceolatum) (100—300 m). 1 Látrakleifar, Eilífsárdalur, Sker. 2 Bjarnarfjall. 9 Karlsárdalur. 14 Klængshóll. 16 Reistarár- fjall, Hofsfjall. 18 Barkárdalur. Utan eyja: Selland, Bleiksmýrardalur. E 9. U 2. 5. Bláklukka (Campanula rotundifolia) (100—300 m) .10 Brekka, Holts- móar, Dalvík. 12 Syðri Másstaðir. 16 Þrastarhólsfjall, Möðruvellir. Utan eyja: Hlaðir, Djúpárbakki, Vaðlaheiði. E 6. U 3.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.