Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 32
78
NÁTTÚ RU F R.TÐ ING U RI N N
undir höfuð leggjast að afla um það nánari upplýsinga. Oft hefur
það viljað brenna við hér á landi, að það liafi gleymst, sem Danir
gerðu til viðreisnar landinu, og sjálfsagt hefur það oft verið ærið
fálmkennt. Hvað sem því líður, virðist það staðreynd að í þetta
sinn var brugðið skjótt við og ráðstalanir gerðar, til þess að fá
sem gleggstar upplýsingar um það, setn hafði skeð og um þörfina
fyrir hjálp. jafnframt var og hafizt handa um að veita nauðsynlega
aðstoð.
Það kom í hlut Magnúsar Stephensen að takast á hendur ferð
til íslands ásamt C. von Lewenthow og fara til eldsveitanna sjálfra,
til Jress af eigin reynd að kynnast ástandinu þar meðal fólksins, en
jafnframt fékk Magnús fyrirskipan um að rannsaka gosið sjálft frá
náttúrufræðilegu sjónarmiði. Ekki er mér kunnugt um, að leiðangur
haí'i áður verið gerður út af hendi hins opinbera til íslenzkra eld-
stöðva gagngert til Jress að rannsaka gosið sjálft. Verður för Jreirra
Magnúsar og Lewenthow því einnig af Jxám sökum að teljast hin
merkilegasta. Að ferðin var ekki með sældinni út tekin má m. a. sjá
af því, að ]x“ir félagar fóru frá Kaupmannahöfn 11. október 1783,
urðu tvisvar afturreka til Noregs, máttu loks hafa Jrar vetursetu og
komust ekki til íslands fyrr en 16. apríl 1784. Magnús var þá að-
eins 21 árs að aldri.
Austur á Síðu er Magnús kominn snemma í júlí Jrað sama sum-
ar, og þann 16. júlí leggur liann upp í sína eiginlegu rannsóknar-
för í leit að eldstöðvunum. Frásögn Magnúsar af Jressari ferð er
stutt og dálítið ónákvæm, enda fór hann og fylgdarmenn hans ekki
úr fötum allan þann tíma, sem Jreir voru á fjöllunum, en Jraðan
komu Jreir aðfaranótt þess 18. júlí. Hagar fyrir hestana voru eng-
ir á þessari leið og segir Magnús að 4—6 tommu Jrykkt öskulag liafi
verið yfir allan Síðumannaafrétt, er hann fór þar um, og ekki liafi
Jrar séð stingandi strá.
Þeir Magnús fóru norður yfir Kaldbak, líklega austánverðan,
og þaðan í Miklafell, en við austurhorn Jjess rann bið nýja hraun
fram og féll alveg upp að fellinu. Þetta varð til þess, að Jjeir
urðu að fara norður af Miklafelli í stað þess að fara inn með því
að austan, eins og Jjeir virðast hafa ætlað. Milli Hnútu og Mikla-
fells rann sá hluti Skaftáreldahrauns, sem féll niður um gljúfur
Hverfisfljóts. Magnús getur Jjess lauslega, að enn sjái fyrir gljúfr-
inu. Svo gerir ennþá og er það skammt vestan við Hnútu. Gljúfur