Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85 miiiiimiiimiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiit Saros-reglan segir að vísu til um daginn, þegar myrkvans er von, en hún gefur engar upplýsingar um staðina, sem lenda í myrkv- anum. í því sambandi verður að taka tillit til snúnings jarðarinn- ar og hreifinga tunglsins. Hafa fornmenn ekki valdið slíkum reikningum, ef um langt tímabil var að ræða, en hins vegar þurftu myrkva'rnir ekki að koma þeim á óvart, ef þeir höfðu stöðugar gætur á tunglinu. Víða munu myrkvar hafa haft mikla trúarlega þýðingu, og var þá lögð á það mikil áherzla að vita um þá fyrir fram. Þannig var það t. d. í Kína. Samkvæmt trú þar í landi voru fyrirbrigðin á himninum spegill af lífi þjóðarinnar, og kæmi þar eitthvað sérstakt fyrir, eins og sólmyrkvi, bar það vott um ólag á stjórnarfarinu, og bar þá keisaranum að gera yfirbót. Með ýms- um ráðum, svo sem að berja bumbur eða skjóta örvum á ferlík- ið, sem lagðist yfir sólina, mátti losa hana úr klóm þess, og var um það eitt að gera að vera viðbúinn. Keisarinn hafði því tvo stjörnufræðinga til þess að gefa gætur að tunglinu. Oft kom það þó fyrir, að reikningarnir rættust ekki eða myrkvi kæmi á óvart. Elzti myrkvi, sem sögur fara af, er t. d. árið 2137 f. Kr., er t. d. frægur fyrir það, að hann kom stjörnufræðingunum á óvart. Reiddist keisarinn þessu svo mjög, að hann lét taka þá af lífi. Ef myrkvi kom hins vegar ekki, er búist var við honum, losnaði keis- arinn úr öllum vanda og var honum þá óskað til hamingju; einn- ig bárust honum heillaóskir, ef myrkvi varð minni en spáð hafði verið. Nú á tímum eru myrkvar reiknaðir með mikilli nákvæmni marg- ar aldir fram í tímann, en það varð fyrst hægt eftir að Newton hafði fundið lögmálið um aðdráttarafl hlutanna. Hann birti rit sitt um það efni 1687, eða fyrir réttum 250 árum. Var þá fyrst hægt að skýra braut tunglsins bæði í stórum dráttum og einstök- um atriðum og reikna út stað þess á hvaða tíma, sem vera skyldi. Newton hugsaði sér, að það mundi vera sama aflið, sem veldur falli hlutanna til jarðar og tengir tunglið við jörðina. Honum datt í hug, að til mundi vera aðdráttarafl á milli allra hluta og lyti það einföldum'lögum. Hugsaði hann sér þetta lögmál þannig, að ef fjarlægðin milli tveggja hluta ykist t. d. um helming, mundi aðdráttaraflið á milli þeirra minnka 4 sinnum (2 sinnum 2), yk- ist hún 3 sinnum, mundi aflið minnka 9 sinnum (3 sinnum 3) o. s. frv. Falli hlutur til jarðar án loftmótstöðu, vex hraði hans um 9,81 metra á hverri sekúndu vegna þyngdarinnar. í fjarlægð tunglsins ætti fallhraðaaukningin að vera þeim mun minni, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.