Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 87
fliiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
sterkara verður aðdráttaraflið á tunglið og því styttri umferðar-
tími þess, mánuðurinn. Það er því skiljanlegt, að af lengd mán-
aðarins megi reikna efnismagn eða þyngd jarðarinnar, og kem-
ur þá út, í tonnum, 6000 trilljónir (6 með 21 núlli fyrir aftan).
Það þýðir, að meðaleðlisþyngd jarðarinnar er 5,5 sinnum meiri
en vatns. Eðlisþyngd hinna algengustu bergtegunda á yfirborði
jarðar eru nú tæpir 3; af þessu verður að draga þá ályktun, að í
kjarna jarðarinnar séu þung efni, líklega aðallega járn.
Fjarlægðina til tunglsins höfðu Grikkir þegar fundið, og er
hún um 30 þvermál jarðarinnar, eða 384000 km. að meðaltali, en
nokkuð breytileg eftir því hvar á braut sinni tunglið er. Hippar-
kos mældi þetta um 100 árum f. Kr. þannig, að hann tók tímann,
sem tunglið þarf til þess að fara í gegnum jarðskuggann við
tunglmyrkva; með einföldum reikningi má þá finna fjarlægðina.
Fleiri aðferðir höfðu Grikkir til mælinga á fjarlægðinni, sem
sleppt verður að lýsa hér.
Þegar fjarlægðin er fundin og hún borin saman við það, hvað
tunglið sýnist stórt, er hægt að reikna út stærð þess og kemur út,
að þvermálið er 3476 km. eða rúmlega 14 af þvermáli jarðarinn-
ar. Þess er áður getið, að jörðin sé 81 sinnum þyngri en tunglið;
væru bæði jafnstór, mundi sami hlutur vega 81 sinni minna á
tunglinu en á jörðinni. Smæð tunglsins dregur nú nokkuð úr þess-
um mismun, svo að hann verður ekki nema 1 : 5. Mundi þá mað-
ur, sem vægi 75 kg., aðeins þurfa að bera 15 kg., ef hann væri
kominn til tunglsins.
Með uppgötvun kíkisins 1610 hefjast rannsóknir á yfirborðs-
myndunum tunglsins fyrir alvöru. Að vísu má með berum aug-
um sjá, að á því skiptast á Ijós og skuggar, en það er þó lítið á
móts við það, sem sést jafnvel í meðalstórum kíki. Mesta stækk-
un, sem notuð er, er um 1000 sinnum, og er þá eins og tunglið
sjáist úr 380 km. fjarlægð að meðaltali. í þeirri f jarlægð mun það
varla koma fyrir, að fjöll sjáist hér á jörðinni, en það er aðallega
vegna þess, að jarðbungan skyggir á þau, og þó að svo væri ekki,
mundi móða venjulega hylja fjöllin. En þegar horft er út í gegn-
um gufuhvolfið, fæst miklu betra skyggni og má því greina margt
tiltölulega smátt á tunglinu. Þannig mundu ár og vötn, skógar,
borgir og jafnvel stórar byggingar sjást, ef slíkt væri þar að
finna. En ekkert er að sjá annað en ægilega auðnina, ýmist risa-
vaxin fjöll eða óendanlegar sléttur. Sérstaka eftirtekt vekja hin
einkennilegu hringfjöll. Fjöll þessi líkjast risavöxnum gígum;