Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 12
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir eru þau stærstu yfir 100 km. í þvermál og 6—7 km. á hæð, en aðr- ir eru svo litlir, að þeir sjást aðeins í sterkustu sjónaukum. Oft er í miðjum gígnum keilumyndað fjall, sem minnir á gjallkeiluna í mörgum gígum hér á jörðinni. Út frá sumum stærstu hring- fjöllunum ganga Ijósar, beinar rákir, oft þvert yfir fjöll, sem verða á vegi þeirra. Hringfjöllin liggja yfirleitt í þyrpingum yf- ir stór svæði (þekkjast yfir 30,000 sérstök fjöll), en þar á milli eru hin svonefndu höf — fjallalaus svæði, sem tilsvara dökku blettunum, en sjást með berum augum. Ekkert haf eða vatn er á tunglinu, og er þetta orð því villandi, en það hefir haldist frá fyrri tímum, er menn vissu minna um tunglið en nú. Mikið hefir verið um það deilt, hvernig hringfjöllin hafi myndazt, og eru stjörnufræðingar ekki enn komnir að neinni almennt viðurkenndri niðurstöðu. Ein skýringin er sú, að um raunverulega gígi sé að ræða, er gosið hafi glóandi hraunum og myndazt eins og gígir þeir, sem vér þekkjum. En líti maður á hina geisilegu stærð hring- fjallanna, virðist þessi skýring ekki geta komið til greina, og aulc þess vantar alveg hraunstrauma út frá fjöllunum. Önnur skýr- ingin er sú, að loftsteinar hafi fallið á tunglið, en á móti því mæl- ir það, að engar myndanir á borð við hringfjöllin eru til á jörð- inni, því að það er erfitt að hugsa sér, að mikið loftsteinaregn falli á tunglið, án þess að þess verði vart á jörðinni. í Arizona í Bandaríkjunum er 1 km. víð gígmynduð dæld, sem álitið er að mynduð sé af falli loftsteins, en þar með er líka allt upp talið. Annað er það líka, sem mælir á móti þessari skýringu. Hring- fjöllin eru svo að segja nákvæmlega hringlaga og hefðu þá allir loftsteinarnir orðið að falla lóðrétt ofan á yfirborðið, en slíkt er óhugsandi, þegar litið er á hvílík kynstur af steinum hefðu orðið að falla á tunglið til þess að mynda alla gígina. Margar fleiri skýr- ingar hafa komið fram, en enginn hefir til fullnustu getað ráðið gátuna. Ljósu rákirnar út frá sumum hringf jöllunum virðast helzt vera sprungur, hálffullar af ösku eða einhverju slíku, og þarf sólin að standa talsvert hátt til þess að ná að skína ofan í þær. Auk þessara sprungna er mikið af gínandi gjám um allt tunglið, og hafa þær myndazt, er það var að storkna og dragast saman. — Tunglið endurkastar aðeins 7 % af sólarljósinu, sem á það fellur, hitt fer í að hita yfirborðið. Ef ljós er látið endurkastast frá hraungrýti eða eldfjallaösku, fæst svipuð niðurstaða, og gefur það talsverðar upplýsingar; í sömu átt bendir eðlisþyngd 'tungls- ins, sem er 3,3, en eðlisþyngd hinna algengustu bergtegunda á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.