Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 14
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nmiiiiiimmiiiimimiiiiiiiiimmimimiimiiiimiiiiiimiiimmiimiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiimmimmii Úr árbókum fuglanna. Frá Akureyri II. (Úr bréfi frá hr. Kristjáni Geirmundssyni dags. Ak. 12./3. 1937) Eins og ég skýrði frá í síðasta bréfi mínu dags. 19./3. 1936 var hér alltaf mjög lítið af auðnutittlingum um veturinn. Þeim fjölgaði þó töluvert í aprílmánuði; mest varð af A. i. islandica, en af hinum tveimur teg. kom mjög lítið. Auðnutitt- lingar voru að mestu leyti horfnir 3./5., nema nokkur hjón, sem verpa hér í trjágörðum, eins og venjulega á sumrin; þó voru auðnutittlingar hér með fleira móti sumarið 1936. í vetur hurfu hettumáfar héðan, og sá ég þá ekki fyrr en 31. marz, að ég sá einn fugl innan við Oddeyrina; veturinn var harður og pollurinn nær alltaf lagður. Á veturna hafa hettu- máfarnir mest haldið til við frárennslisop bæjarins, þar sem þau liggja í höfnina. Svo var það 25. marz, að töluvert kom af skógarþröstum, en svo bættist ekkert við þá, fyrr en þann 15. apríl. Þann dag komu skógarþrestir í hundraða tali, og ég held að þá hafi þeir verið orðnir eins margir og þeir eru hér venjulega á sumrin. 8. apríl sá ég hér á leirunum fyrstu urtina, rauðhöfðaend- ur og nokkrar grafendur. Fyrstu stelkarnir komu 11. apríl, og fjölgaði lítið eitt til 15. apríl. Fór svo fram um hríð, þar t.il þann 25.—26. að þeim fjölgaði mikið. Frá 15.—25 apríl var kalt veður og frost um nætur. Fyrstu lóuna sá ég 12. apríl. Sama dag sá ég duggendur hér á leirunum. 20. apríl álít ég að smyrlar hafi komið fyrst, þó er ekki gott að ákveða það, þar sem smyrlar eru að flækjast hér við og við allan veturinn. 25. apríl komu grágæsir. 29. apríl sáust fyrstu sefendurnar hér á höfninni. 1. maí komu máríuerlurnar; sama dag sá ég nokkrar sand- lóur hér í fjörunum og heyrði til þúfutittlings. 2. maí sá ég nokkra hrossagauka. 4. maí komu kríurnar. 22. júlí var hér óvenjulega mikið af maríuerlum. — Þær skiftu hundruðum. 8. ágúst fóru kríurnar að fara og voru farnar um 24. ágúst.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.